Sunnudagur 12. janúar, 2025
4.8 C
Reykjavik

Ásmundur furðar sig á undanþágum Bubba og Emmsjé Gauta: „Það fokkar enginn í Bubba“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Enn og aftur verður jólahald Íslendinga fyrir luktum dyrum. Frá og með miðnætti í kvöld mun íslenska þjóðin þurfa að sæta fjöldatakmörkunum og fjarlægðarreglum af harðara taginu sökum omikron-afbrigðis Covid 19.

Í ljósi þessa urðu margir hvumsa þegar út spurðist að Bubbi fengi undanþágu frá hertum reglum og þar með heimild til að halda Þorláksmessutónleika sína í Hörpu. Undanþágan ku byggja á því að ekki var hægt að ætlast til þess að hann brygðist við breyttum forsendum með jafn stuttum fyrirvara og raunin varð.

Emmsjé Gauti nýtur einnig viðlíka velvildar einhverra sem sitja við stjórnvölinn og fær ásamt Jólavinum að stíga á svið í Háskólabíói, en þrennir tónleikar verða haldnir á vegum Jólavina í dag og annað eins á morgun, Þorláksmessu.

Svo allrar sanngirni sé gætt er rétt að geta þess að Borgarleikhúsið og Þjóðleikhúsið hafa hvort tveggja einnig fengið undanþágu.

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Ásmundur Friðriksson, er ekki par sáttur við þessi tíðindi og spyr á Facebook síðu sinni hví Bubbi hafi fengið þessa undanþágu. Ásmundur bætir um betur og segir að nú sé Bubbi fallinn á andlitið „inn í hóp spillingar- sérhagsmunaelítunnar sem hann er alltaf að drulla yfir.“.

Það kann að vekja furðu margra að, nú þegar hátíð ljóss og friðar er að ganga í garð, að í kirkjum landsins þurfi að fylgja þeim ströngu reglum sem senn taka gildi. Þeir sem hugsuðu sér að hlýða á kærleiksboðskap í húsi Guðs verða sennilega frá að hverfa margir hverjir, sennilega haft nægan tíma til að gera aðrar ráðstafanir.

- Auglýsing -

Í viðtali við Fréttablaðið segir Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur við Grafarvogskirkju, að kirkjan sé í klemmu af siðferðislegum toga nú um jólin vegna samkomutakmarkana.

Í Grafarvogskirkju verður messað í tómu húsi og án efa verður sú raunin víðar á landinu og kærleiksboðskapurinn sendur út í streymi.

Hvað sem því líður er Bubbi, í það minnsta, kampakátur og hafði á orði að „fjórtándi jólasveinninn hafi komið með risastóran pakka.“ Í viðtali við Vísi segir Bubbi að þetta snúist um gríðarlega fjármuni og að lokum að hann „trúi á jólasveininn“.

- Auglýsing -

Hver fjórtándi jólasveinninn er liggur ekki ljóst fyrir.   

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -