Menntamálaráðuneyti Ásmundar Daða Einarssonar hefur ekki svarað ítrekuðum fyrirspurnum Mannlífs um heimakennslu barna á grunnskólaaldri á Íslandi. Mannlíf hefur reynt síðan í apríl að fá upplýsingar um fjölda barna, og aðrar tölfræðiupplýsingar, sem stunda nám í heimakennslu en reglugerð um slíkt nám var fyrst sett árið 2009 af Alþingi. Tölfræðiupplýsingarnar sem ekki hafa fengist afhentar frá ráðuneytinu hafa sett umfjöllun Mannlífs um heimakennslu í uppnám en áhugi á slíkri kennslu hefur verið að gerjast í samfélaginu undanfarin ár. Mannlíf er þó ekki eitt sem stendur í álíka stappi við menntamálaráðuneytið en Persónuvernd hefur ítrekað óskað ráðuneytið um upplýsingar sem varða Innu, upplýsingakerfi framhaldsskóla, en ekki fengið nein svör um málið en upplýsinga var fyrst óskað af hálfu Persónuverndar í júní 2022.