Laugardagur 21. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Ásmundur kveður Sigþór frá Litla Hvammi: „Ég vökva með tárunum sem falla á lyklaborðið á tölvunni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ásmundur Friðriksson þingmaður kveður á Facebook-síðu sinni Sigþór Sigurðsson frá Litla Hvammi. Sigþór, eða Sissi líkt og Ásmundur kallar hann, lést nýverið. Ásmundur segir Sigþór hafa verið náinn vin, sem hafi þekkt alla Mýrdælinga frá landnámi.

Ásmundur skrifar:

Sissi í Lita Hvammi er látinn.

Ég man eftir honum sem peyi í sveitinni í Steinum og allar götur síðan. Á síðustu árum hefur vinátta okkar vaxið og dafnað. Hann var símaverkstjóri, fræðimaður, sögumaður, alfræðibók um söguna, lífið og fólkið um allt land. Hann þekkti alla Mýrdælinga frá landnámi, persónuleg held ég.

Ég kom oft við í Litla Hvammi og við sátum þá saman í eldhúsinu Sissi, Solla og ég. Flatkökur voru smurðar, kaffi í bolla og Sissi drakk te. Þau voru fræ í garði Sunnlenskrar bændamenningar og ég naut þess að vera grein í blómlegum lífsgarði þeirra.

Við sátu nýlega saman heima í eldhúsinu, þau eins og kærustupar hlið við hlið ræddu lífið og það að eldast saman. Sissi sagði mér hvað hann væri heppinn að eiga svona unga konu. Hann (94) gæti þess vegna verið lengur heima því hún Solla (86) hugsaði svo vel um mig, sagði hann hreykinn í bragði. Þessum orðum fylgdi fegurð lífs þeirra sem ég vökva með tárunum sem falla á lyklaborðið á tölvunni þegar ég minnist fallins vinar.

- Auglýsing -

Ég votta Sólveigu og fjölskyldunni hjartans samúð.

Blessuð sé minning Sigþórs Sigurðssonar frá Litla Hvammi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -