Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, hefur samþykkt tillögu Íþróttanefndar um úthlutun styrkja úr Íþróttasjóði fyrir árið 2025 segir í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Úthlutað er til 71 verkefnis fyrir alls 21,15 milljónir króna.
„Nefndinni bárust alls 194 umsóknir að upphæð rúmlega 230 m.kr. um styrki úr Íþróttasjóði fyrir árið 2025.
Alls bárust 114 umsóknir um styrki til að bæta aðstöðu til íþróttaiðkunar að upphæð um 140 m.kr.. Styrkumsóknir um fræðslu- og útbreiðsluverkefni voru 71 að upphæð 72,4 m.kr. og umsóknir vegna íþróttarannsókna voru 9 að upphæð 17,5 m.kr.“
Athygli vekur að Háskólinn í Reykjavík fær hæsta styrkinn en sá er upp á 1,8 milljón króna og er það eini styrkurinn sem er yfir milljón króna. Þá fær skólinn einnig annan styrk upp á 700 þúsund krónur.