„Mohamed er mikill rómantíkus og hafði hann skipulagt bónorð sitt til Lorudes í þaula. Parið hafðiverið í fríi á Íslandi og fyrir komuna til landsins hafði Mohamed samband við okkur og spurt hvort við gætum hjálpað honum að koma kærustu sinni á óvart. Við hjá Samfélaginu gerum allt fyrir ástina og urðum að sjálfsögðu við þessari ósk.“
Mohamed Idries, spænskur hugbúnaðarverkfræðingur bað Lorudes Luque Vilatoro, kærustu sína til nokkurra ára, um að giftast sér fyrr í vikunni. Mohamed „plataði“ framtíðar unnustuna með sér á nýjustu Matrix myndina, en það var ekki Keanu Reeves sem birtist á skjánum heldur falleg stuttmynd sem Mohamed bjó til.
„There is but one thing to ask you“
Áður en Lorudes vissi af var ástarprinsinn farinn á skeljarnar og bað hana um að giftast sér.“
Lorudes sagði: „JÁ!“