Föstudagur 10. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Ástþór vill fangelsa Davíð Oddsson: „Þetta er þátttaka í fjöldamorði“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í nýjasta þætti Alkastsins settust þeir Arnór Jónsson og Gunnar Wiium niður með hinum friðelskandi forsetaframbjóðanda Ástþóri Magnússyni. 

Ástþór, sem efnaðist fyrir um 30 árum síðan á rekstri tölvufyrirtækja, fékk vitrun eða sýn þar sem hann áttaði sig á skertri samkennd viðskiptaheimsins og út frá þeirri sýn tók hann ákvörðun um að helga líf sitt baráttu fyrir friði á jörðu. Hann stofnaði friðarsamtökin Frið 2000 á sínum tíma og vöktu samtökin mikið umtal og mikla athygli fyrir um tuttugu árum síðan. Hann hefur ítrekað boðið sig fram til forsetaembættis síðan og þá með það að leiðarljósi að virkja embættið til friðar og sáttar í heiminum. Hann er knúin áfram af sýn sem segir að Ísland verði miðpunktur friðar á jörðu og skapi þannig fordæmi fyrir viðleitni sem hann vill meina að sé í undanhaldi í alþjóða samskiptum. 

Friðarsamtökin Friður 2000 stóðu fyrir gjörningum sem fólu í sér að flogið var á átakasvæði með gjafir sem vott um náungakærleik og lýsir hann atburðarrás þar sem þeir í seinna skiptið voru stöðvaðir af lögreglu á miðri flugbraut á leið sinni í annað skiptið til Íraks með mörg tonn af gjöfum frá íslenskum börnum til stríðshrjáðra íraskra barna. Hann veit ekki hvaðan sú skipum kom frá en flugvélin var stöðvuð nánast í flugtaki og ferðin ekki farin.

Handtekinn

Ástþór segir í viðtalinu frá því er hann var handtekinn og hótað 16 ára fangelsisdómi.

„Íslenskir ráðamenn, utanríkisráðherra og forsætisráðherrar voru á Nató-fundi í Prag og lofuðu þar að lána íslenskar flugvélar til að flytja vopn og hermenn fyrir Bush í þessu Íraksstríði. Og þá sendi ég út tölvupóst á allar skrifstofur flugfélaganna og allar opinberar stofnanir hér, að við það að gera þetta, þá breytið þið þessum flugfélögum úr því að vera borgaraleg tæki yfir í það að verða partur af hervélinni og þá eru þær orðnar lögleg skotmörk, hvar sem þær finnast í heiminum, hins aðilans. Þetta stendur bara í þessum reglum um stríðsrekstur. Eftir nokkrar klukkustundir var ég kominn í fangelsi. Og mér hótað 16 ára fangelsi ef ég myndi ekki draga þessi orð mín til baka. Hér á Íslandi. Ég var á veitingastað úti í bæ og bara tekinn þar. Ég mátti ekki einu sinni láta fólkið vita sem ég var með. Það kom einhver maður sem spurði hvort hann mætti aðeins tala við mig. Svo var ég bara farinn, mátti ekki láta fólkið vita, ég bara hvarf. Mér var sagt það seinna af lögreglumanni að skipun um að láta handtaka mig hafi komið úr forsætisráðuneytinu. Davíð Oddsson var forsætisráðherra.“

- Auglýsing -

Vill Davíð í fangelsi

Gunnar spyr hann af hverju hann haldi að Halldór Ásgrímsson, heitinn og Davíð Oddson sem þá skrifuðu undir stuðningsyfirlýsingu við innrásina í Írak, skuli aldrei hafa verið dregnir til saka eða ábyrgðar þar sem stríðið var háð á fölskum forsendum. Ástþór vill meina að hinar fölsku forsendur hafi alltaf legið ljósar fyrir, meira að segja þegar umræddir embættismenn skrifuðu undir fyrir hönd þjóðarinnar og án nokkurnar atkvæðagreiðslu á þingi. Ástþór finnst það hneisa og skandall að engin skuli sæta ábyrgð fyrir að hafa vísvítandi tekið þátt í þessari innrás sem hann segir að hafi í raun bara verið fjöldamorð. „Þeir eiga náttúrulega að vera í fangelsi,“ sagði Ástþór og átti þá sennilega bara við Davíð Oddsson, þar sem Halldór Ásgrímsson lést árið 2015. Og hann hélt áfram. „Að sjálfsögðu. Þetta er fjöldamorð, þátttaka í fjöldamorði. Og gjörsamlega ólöglegt. Og auðvitað eiga þeir sem studdu þetta að vera í fangelsi. Þeir eiga að svara fyrir þetta, að sjálfsögðu. Það er auðvitað algjörlega ótækt að stjórnmálamenn geti gert svona, gefið út skipun með einhverju pennastriki, að myrða jafnvel milljón manns og þeir þurfa ekkert að svara fyrir það.“

Julian Assange

- Auglýsing -

Ástþór var spurður hvernig hann myndi beita sér sem forseti ef hann sæti nú á tímum réttarhalda Julian Assange í London sem merkilega lítið er fjallað um í fjölmiðlum. Ástþór sagði þetta mál allt vera skandal því Assange sem setið hefur í fangelsi síðast liðin ár hafi í raun ekki gert neitt af sér annað en að birta sönnunargögn um stríðglæpi Bandaríkjahers og meira að segja hafi ekki bara sá sem lak gögnunum í Assange á sínum tíma verið dæmdur fyrir lekan heldur hafi þeir hermenn sem komu þarna fram með morðum á saklausum borgurum einnig verið dæmdir. Hann vill meina að ef hann sæti í embætti myndi hann berjast fyrir því að Assange yrði veittur íslenskur ríkisborgararéttur. 

Ástþór segir að hvað hann persónulega varðar þá sé og alltaf hafi verið hjólað í manninn á kostnað málstaðarins sem hann segist standa fyrir. Í raun segist hann ekkert endilega vilja vera forseti og væri klárlega tilbúin ef einhver annar myndi taka það að sér svo lengi sem embættið yrði virkt til friðarumleitinga, hann vill meina að það sé það eina sem hann sækist eftir og því ekki á höttunum eftir persónulegri velgengni heldur sækist hann bara eftir að gera rétt og tala fyrir frið og hvar annarstaðar en í embætti forseta er það besti vettfangurinn. Hann segir að vinnan í höndum friðarsamtaka einu og sér skili nánast engu og því mikilvægt að málstaðurinn fái öflugt „platform“ þar sem athygli sé á vakin með hjálp fjölmiðla og að hægt sé að hafa áhrif á þingheim, embættismenn og viðskiptalíf frá Bessatöðum. 

Þáttinn í heild sinni má einnig finna á öllum helstu streymisveitum eins og Youtube og Spotify. Þá má horfa á hann hér fyrir neðan:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -