- Auglýsing -
Stjörnufjölmiðlamaðurinn geðþekki, Atli Fannar Bjarkason, og Lilja Kristjánsdóttir – menntaður lögfræðingur – eru trúlofuð.
Sást þetta í gær þegar parið breytti sambandsstöðu sinni á samfélagsmiðlinum sívinsæla, Facebook; þar var tilkynnt um trúlofunina og ríkti almenn gleði með trúlofunina.
Parið fallega hefur verið saman í nokkur ár; eiga fimm ára gamlan son saman.
Atli Fannar er maður víðförull og með afbrigðum fjölhæfur; hann stofnaði vefsíðuna Nútímann sem sló í gegn, en síðar lá leið hans yfir til RÚV, þar sem hann starfar enn. Þá var hann meðlimur hinnar goðsagnakenndu pönkgrúppu Hölt hóra.
Lilja er svo sannarlega enginn eftirbátur Atla Fannars – þrælklár og metnaðarfullur lögfræðingur.
Atli Fannar og Lilja eru einnig saman í viðskiptum; en parið nýtrúlofaða eru meðeigendur líkamsræktarstöðvarinnar Afrek.
Mannlíf sendir þeim sínar bestu kveðjur. Til hamingju þið!