Fimmtudagur 26. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Atli Þór gengur til liðs við Pírata: „Minn náttúrulegi flokkur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Píratar hafa ráðið Atla Þór Fanndal, fyrrverandi blaðamaður og framkvæmdastjóra Íslandsdeildar Transparency International, sem samskiptastjóra þingflokksins.

„Við erum ótrúlega spennt að fá Atla aftur til liðs við okkur og njóta krafta hans,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata. „Við í þingflokknum höfum áður átt gott samstarf í aðdraganda þingkosninga 2017 og við stjórnarmyndunarviðræður sem eftir fylgdu og þekkjum því vel til þess hversu drífandi og atorkusamur hann er. Nú þegar kosningar nálgast á ný er mikill fengur að fá Atla til starfa sem samskiptastjóra þingflokksins.“

Atli hefur áður starfað fyrir Pírata árið 2017 og 2018 þegar hann starfaði um sex mánaða skeið sem pólitískur ráðgjafi hjá flokknum.

„Það kemur væntanlega engum á óvart að Píratar séu minn náttúrulegi flokkur,“ segir Atli Þór Fanndal um ráðninguna. „Píratar standa alltaf mannréttindavaktina. Píratar eru augljóslega umhverfisflokkurinn á þingi og það sem skiptir mig mestu máli er að hér er flokkur sem er vænt um fólk. Ég hlakka auðvitað til þess að eiga þátt í því að almenningur fái hér nýja ríkisstjórn sem allra fyrst. Það finnst varla nokkur manneskja til á Íslandi lengur sem ekki er spennt fyrir því.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -