Laugardagur 23. nóvember, 2024
-2.8 C
Reykjavik

Atli Þór lætur Sigurð Inga heyra það: „Hvað vill hann mörg læk?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Atli Þór Fanndal segist vera orðinn þreyttur á afstöðu ráðherra til efnahagsmála. Hann gagnrýnir sérstaklega Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra í nýrri Facebook-færslu.

Framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International, Atli Þór Fanndal skrifaði færslu við frétt á Facebook. Í fréttinni er rætt við Sigurð Inga Jóhannsson sem kallar eftir þjóðarsátt og segir að íbúar landsins þurfi að sameinast í baráttunni gegn verðbólgu. Atli Þór er síður en svo sáttur við innviðaráðherrann og segir meðal annars að það sé margt sem innviðaráðherra geti gert í stöðunni. Færsluna má lesa hér fyrir neðan:

„Innviðaráðherra vill að við sameinumst öll í baráttunni gegn verðbólgu. Hvað vill hann mörg læk? Honum hefur ekki dottið í hug að djobbið hans sé allavega að hluta til vegna þess að hér þarf að fara með efnahagsstjórn. Það er nú margt sem innviðaráðherra gæti gert í stöðunni svo ekki sé nú talað um formann eins ríkisstjórnarflokksins. Djöfull sem ég er þreyttur á þessu. Til hvers erum við með þessi störf ef þau umgangast djobbið bara eins og einhver áhrifaleysisvalda.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -