Laugardagur 15. febrúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

Atli Þór sendir pílur á Brynjar Níelsson: „ECHR dómur er ferðalag sem ágætt er að forðast“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
„Ég óska Brynjari Níelssyni til hamingju með dómarasætið. Eins og hann sjálfur hefur nú sagt á Facebook þá fylgir það starfinu að geta ekki ælt yfir allt og alla lengur.“ Þannig hefst færsla Atla Þórs Fanndals um þær fregnir að Brynjar Níelsson hafi hlotið dómarasæti við Héraðsdóm Reykjavíkur. Segir Atli Þór að um tvennt sé um að ræða fyrir Brynjar:

„Það er því um tvennt að ræða. Hann hagar sér eða hagar sér ekki. Í kveðjupistlinum gat hann þó að sjálfsögðu ekki sleppt því að nefna ónefndan hóp fólks sem er vont við hann… „Stjórnsýslufræðingar, ekki síst sjálfskipaðir, hafa tekið til máls í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum eftir að þessi tímabundna setning mín í starf héraðsdómara var kunngerð. Má ráða af þeim skrifum að ég sé meira og minna vanhæfur til dómstarfa vegna þess að ég hef verið í stjórnmálum og tjáð skoðanir á þeim vettvangi.“ Þið sem fallið þarna undir hafið það í huga að maðurinn hefur opinberlega séð ástæðu til að tala niður til ykkar og því ekki einfalt mál að treysta á sanngjarna meðferð.“

Þá bendir Atli Þór á í Facebook-færslunni að Brynjar hafi einnig talað um fjölmiðla í kveðjupistli sínum:

„Um fjölmiðla í pistlinum segir: „Sennilega hef ég haft fleiri lesendur en miðlarnir sem fá styrkina frá skattgreiðendum en geta ekki einu sinni farið rétt með staðreyndir um eftirlaun héraðsdómara.“ Þeir blaðamenn og fjölmiðlar sem hafa leyft sér annað en fullkomnum eru vonandi meðvitaðir um þetta líka. Það er ástæðulaust að ætla sanngjarna meðferð frá manni sem telur fjölmiðla svo ömurlega.“

Að lokum kemur Atli Þór með heillaráð handa Brynjari:

„Brynjar þú manst bara að þegar á reynir skiptir ekki máli hvar maður er heldur hvert maður er að fara… ECHR dómur er ferðalag sem ágætt er að forðast.
Sigurvegarar bera með sér reisn.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -