Sanna Magdalena Mörtudóttir rifjar upp frægan pistil hennar um fátækt sem birtist fyrir átta árum.
Sósíalistastjarnan Sanna Magdalena endurbirti í kvöld átta ára gamlan pistil sem hún skrifaði en þar sagði hún frá því hvernig það var að alast upp í fátækt. Segist hún aldrei hefði geta ímyndað sér það fyrir átta árum síðan að hún myndi bjóða sig fram til Alþingis en segist vona að fólk veljist á þing sem „okar ekki augunum gagnvart misskiptingunni hér á landi.“
Hér má lesa færsluna:
„Það eru átta ár síðan ég skrifaði þennan pistil um fátækt. Um upplifun mína sem barn og upplifun ungrar konu af því að alast upp í fátækt. Þetta gleymist ekki og er ástæðan fyrir því að ég fór út í stjórnmál, að ég tek þátt í starfinu með Sósíalistum. Af því að ég vil breyta einhverju og vil nota reynsluna mína til þess. Hefði aldrei geta ímyndað mér fyrir átta árum þegar ég var að skrifa þennan pistil í rúminu mínu í stofunni/svefnherberginu á stúdentagörðum og velta því fyrir mér hvort ég ætti að birta þetta, að ég yrði síðan í framboði til Alþingis. Svona er lífið, fer oft með mann einhverja óvænta leið. Ég vona að það veljist fólk inn á þing og í stjórn þessa lands sem lokar ekki augunum gagnvart misskiptingunni hér á landi. Sem lokar ekki augunum gagnvart fátækt sem er staðreynd á okkar ríka landi.“