Laugardagur 18. janúar, 2025
0.5 C
Reykjavik

Auður ver Höllu forseta: „Að tala dönsku með slælegum framburði gerir mann frekar þreytandi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Auður Jónsdóttir tekur upp hanskann fyrir Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, sem hefur verið gagnrýnd undanfarinn sólarhring. Gagnrýnin snýr að dönskukunnáttu forsetans, eða skort á henni.

Halla Tómasdóttir og eiginmaður hennar eru í opinberri ríkisheimsókn í Kaupmannahöfn um þessar mundir, ásamt sendinefnd og utanríkisráðherra. Það vakti talsverða athygli á samfélagsmiðlunum að Halla skyldi hafa að mestu talað ensku við konungshjónin dönsku en sitt sýndist hverjum, eins og gengur og gerist. Rithöfundurinn Auður Jónsdóttir er ein af þeim sem tekur upp hanskann fyrir forsetann. Facebook-færsla hennar frá því í morgun hefst svo:

„Fyndið að sjá fólk býsnast yfir að forsetinn hafi ekki talað dönsku í Köben. Sko, að tala dönsku við Dani er ekki eins og að tala ensku við Breta eða þýsku við Þjóðverja. Danskur framburður er snúinn og auðvelt fyrir flesta sem hafa ekki búið lengi í Danmörku að vera óskiljanlegir.“

Segist Auður vera sjálf „fluglæs“ á dönsku en tali þrátt fyrir það oftar ensku við Dani.

„Sjálf er ég fluglæs á dönsku, lærði dönsku heilan vetur í Köben, bjó þar í þrjú ár, gaf lengi út bækur þar, lá í dönskum fjölmiðlum í mörg ár og kom oft fram á dönsku (til þess að heyra eldri konur á fremsta bekk hvá með vandlætingu). Í dag tala ég samt oftar ensku við Dani – hreinlega því þannig fæ ég meiri virðingu og hlustun. Að tala dönsku með slælegum framburði, hvað þá með framburði þeirra í Kaupmannahöfn þar sem er talað hratt og stiklað á orðum, gerir mann frekar þreytandi og … viðbúið að vanti upp á að ýmsilegt skili sér. Eiginlega er maður bara að þreyta fólk.“

Að lokum segir Auður frá vinnubúðum sem hún tók þátt í á Grænland:

- Auglýsing -

„Ég tók einu sinni þátt í vinnubúðum með Þorvaldi Þorsteinssyni heitnum í Grænlandi, með fólki frá Færeyjum, Grænlandi og Íslandi, og það fyrsta sem hann lagði til var að við töluðum öll bara ensku. Af hverju ættum við, hrúga af rithöfundum frá þessum þjóðum, að tala dönsku?! Svo það varð úr. Við töluðum ensku.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -