Jóhanna Malen Skúladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, telur auknar líkur séu á kvikuhlaupi og mögulega eldgosi á Reykjanesi á Sundhnúkagígaröðinni.
„Við erum núna að tala um á bilinu 20-35 skjálfta á sólarhring. Þetta er að vaxa nokkuð jafnt og þétt á milli daga og vikna og það þýðir bara að við erum með uppbyggingu á spennu sem heldur áfram og gerir það að verkum að líkurnar á kvikuhlaupi, og jafnvel eldgosi, aukast,“ sagði Jóhanna í samtali við RÚV um málið.
Jóhanna segir ástandið núna sé sambærilegt því sem sérfræðingar hafa séð í undanfara annarra eldgosa og túlka málið svo að það gæti farið að draga til tíðinda. Þá segir hún einnig að mögulega sé að minna en 30 mínútur verði milli þessi að skjálftavirkni hefst þar til kvika brýtur sér leið upp á yfirborðið.