Fimmtudagur 14. nóvember, 2024
4.4 C
Reykjavik

Aukning á tilfellum þar sem börn borða nikótínpúða

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Merkjanleg aukning var á tilkynningum til Eitrunarmiðstöðvar Landspítalans vegna nikótínpúða frá árinu 2020 til 2021. Þetta kemur fram í ársskýrslu miðstöðvarinnar

Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins sem fengnar voru frá Eitrunarmiðstöðinni voru nokkrar eitranir vegna nikótínpúða þar sem ung börn komust í tæri við slíka. Í einstaka tilfellum komust börn í nikótínpúða á gangstéttum eða götum en í langflestum tilvikum var það á heimili nákomins.

Símtölum vegna sjálfskaða fjölgaði úr 6,5% í 8,5% milli ára, þá jukust símtöl vegna rangrar lyfjagjafar á stofnunum úr 13% í 15%.

Algengustu lyf sem Eitrunarmiðstöð fékk símtöl vegna voru nikotínlyf, parasetamól og geðlyf, þá var nokkuð um eitranir vegna flogaveikislyfja og hjartasjúkdómalyfja. 47,0 % fyrirspurna voru vegna lyfjaeitrana og 45,0 % vegna annarra eiturefna.

Símtöl vegna hreinsiefna voru 60% af þeim sem bárust Eitrunarmiðstöð vegna eiturefna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -