Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Áverkar eiginmannsins á Blönduósi eru alvarlegir – Óljóst hvernig árásarmaður lést

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan á Norðurlandi eystra greinir frá því á Facebook að áverkar mannsins sem lifði af skotárás á Blönduósi séu alvarlegir. Líðan hans sé eftir atvikum.

Rannsókn á skotárásinni í gærmorgun, sem skyldi eftir tvo látna og þann þriðja illa særðan, miðar vel að sögn lögreglu. Samkvæmt tilkynningu þá er til rannsóknar hvernig andlát skotmannsins, sem var tæplega fertugur, bar að. Lögregla telur að réttarkrufning muni leiða dánarorsök í ljós.

Áður hefur verið greint frá, meðal annars af RÚV, að talið sé að árásarmaðurinn hafi farið inn í húsið á Blönduósi og skotið húsráðendur, eiginmann og eiginkonu, með haglabyssu.

Sonur þeirra var í öðru herbergi með unnustu sinni og er talið að hann hafi ráðist á árásarmanninn. Hann var handtekinn en látinn laus stuttu síðar. Óljóst er hvort hann verður sóttur til saka.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -