Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Bæjarstjórar funda með aðgerðarstjórn: „Grafal­var­leg staða og það er orðið býsna kalt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Þetta er nátt­úru­lega grafal­var­leg staða og það er orðið býsna kalt. Fólk er farið að finna mjög fyr­ir ástand­inu,“ seg­ir Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri Voga. Hann og aðrir bæjarstjórar á Suðurnesjum funda nú með aðgerðastjórn Almannavarna. Eftir að hjáveitulögnin gaf sig með þeim afleiðingum að ekki tókst að koma heitu vatni aftur á Reykjanesið. Blaðamaður mbl.is náði tali af Gunnari Axel áður enn hann hélt á fundinn.

„Það er í raun­inni bara verið að fara yfir næstu skref. Fá upp­lýs­ing­ar frá HS Orku og viðbragðsaðilum sem eru að vinna í plani b,“ útskýrir Gunnar Axel í samtalinu.

„Við ger­um ráð fyr­ir því að þetta muni vara í ein­hverja daga til viðbót­ar og að þjón­usta sveit­ar­fé­lag­ana, skól­ar og slík starf­semi verði að öll­um lík­ind­um skert, ef nokk­ur, á næstu dög­um. Það kem­ur bet­ur í ljós í dag,“ seg­ir Gunn­ar.

4000 hitablásarar

Um fjögur þúsund hitablásurum verður dreift á svæðinu til þeirra sem ekki hafa haft tök á að verða sér út um slíka. Er þá helst verið að huga að fólki sem býr eitt.

„Það eina sem er ljóst er að þetta mun taka tals­vert lengri tíma en vænt­ing­ar stóðu til í gær,“ bæt­ir Gunn­ar Axel við.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -