Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Bændasamtökin ósátt við að fella niður tolla á vörum frá Úkraínu: „Neikvæð áhrif á íslenskar vörur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stjórnar­frum­varp um niður­fellingu tolla á vörur sem upp­runnar eru í Úkraínu var sam­þykkt á Al­þingi í gær. Í um­sögnum um frum­varpið var að finna um­sögn frá Bænda­sam­tökum Ís­lands.

„Í ljósi erfiðrar stöðu í ís­lenskum land­búnaði sökum gríðar­legra hækkana á að­föngum hafa sam­tökin eðli­lega á­hyggjur af því hvaða á­hrif inn­flutningurinn kann að hafa á fé­lags­menn.“

Þar segjast sam­tökin meta það svo að lausn á vanda Úkraínu sé falin í því að bundinn verði endir á stríðs­á­tökin sem þar geisa. Karen Kjartans­dóttir, al­manna­tengill benti á umsögnina á twitter síðu sinni.

Karen segir, að henni hafi ekki fundist greining Bændasamtakanna,  á vanda Úkraínu hafa fengið næga athygli. Greiningin sem birtist, að hennar sögn, óvænt í umsögn samtakanna við frum­varpi Bjarna Bene­dikts­sonar fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, fjallar um að fella niður tolla af vörum frá Úkra­ínu.

„Þá er það af­staða Bænda­sam­taka Ís­landa að lausn á vanda Úkraínu felist í því að bundinn verði endir á stríðs­á­tökin sem þar geisa. Ís­land eigi því að beita sér á al­þjóða­vett­vangi fyrir því að gert verði vopna­hlé eða með öðrum hætti bundinn endi á stríðs­á­tökin,“ segir í um­sögn Bænda­sam­takanna.

- Auglýsing -

Sam­tökin segjast vera til­búin að koma að málinu og hjálpa til við að enda stríðið:

„Verði þess óskað eru full­trúar sam­takanna reiðu­búnir til frekari að­komu að máli þessu til frekari um­ræðu og skoðana­skipta.“

Bænda­sam­tökin taka undir varnar­orðin í greinar­gerð frum­varpsins um að ef það verði sam­þykkt, líkt og gerðist, þá geti það leitt til þess að fluttar yrðu til Ís­lands land­búnaðar­vörur frá Úkraínu í meira mæli en nú. Samkvæmt samtökunum gæti það haft nei­kvæð á­hrif á verð og fram­boð ís­lenskra land­búnaðar­vara.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -