Föstudagur 25. október, 2024
0.4 C
Reykjavik

Bændur ósáttir með MAST: „Fannst þetta skjóta mjög skökku við“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bændur í Miðfirði eru ósáttir með vinnuaðferðir MAST.

Fyrir fjórum mánuðum voru staðfest riðusmit í Miðfjarðarhólfi. Nokkrir bændur hafa nú verið kærðir af til lögreglu af MAST fyrir að fylgja ekki fyrirmælum yfirdýralæknis. Þeir eru sakaðir um að hafa ekki afhaft hent þá gripi sem þeir bar að afhenda. Sigríður Ólafsdóttir, formaður landbúnaðarráðs í Húnaþingi vestra, sagði í samtali við RÚV að bændur hafi fengið misvísandi skilaboð.

„En svo fengu þeir bændur sem höfðu keypt fé frá Urriðaá bréf þann 9. maí um að skila þessum gripum inn til MAST og þá eru náttúrulega allir komnir á fullt í sauðburð og það var búið að segja þeim að það yrðu ekki teknir fleiri gripir fyrir sauðburð. Þannig bændum fannst þetta skjóta mjög skökku við,“ sagði Sigríður um málið.

„Það stendur á heimasíðu MAST að það séu hverfandi líkur á smiti í sumarhaga þannig það er nú kannski ekki endilega ástæða til að vera mikið að atast í þessu akkúrat núna,“ sagði hún.

Þá ríki ósætti með að MAST hafi sagt opinberlega frá nöfnum bæjanna í fjölmiðlum..

„Þá er mjög mikilvægt að allir vinni saman og málin séu leyst saman en ekki á opinberum vettvangi.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -