Þriðjudagur 10. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Baggalútsgestir látnir blása í rassíu lögreglu: „Þetta voru átján karlar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tuttugu og fimm ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina segir í tilkynningu frá lögreglunni. 19 voru stöðvaðir í Reykjavík, þrír í Kópavogi, tveir í Hafnarfirði og einn í Garðabæ. Tveir voru teknir á föstudagskvöld, þrettán á laugardag, átta á sunnudag og tveir aðfaranótt mánudags. Samkvæmt heimildum Mannlífs voru gestir á jólatónleikum Baggalúts meðal þeirra sem látnir voru blása en ekki liggur fyrir hversu margir af þeim voru yfir refsimörkum.

„Þetta voru átján karlar á aldrinum 17-55 ára, sá yngsti með nokkurra daga gömul ökuréttindi, og sjö konur, 18-46 ára. Fjórir þessara ökumanna höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi og tveir hafa aldrei öðlast ökuréttindi. Einn ökumannanna var með barn í bílnum. Til viðbótar stöðvaði lögreglan för þriggja réttindalausra ökumanna og var þeim öllum gert að hætta akstri, sem og einum ökumanni sem hafði neytt áfengis en var undir refsimörkum,“ segir í þessari tilkynningu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -