Mánudagur 9. september, 2024
3.3 C
Reykjavik

BakaBaka áfram sakað um blekkingar: „Krafa um verðmerkingar mjög skýr“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Veitingahúsið BakaBaka sem sakað var um villandi verðmerkingar fyrr á árinu notast ennþá við sömu verðmerkingar og þegar Mannlíf fjallaði um málið þá.

Viðskiptavinir BakaBaka höfðu samband við Mannlíf og bentu á að verðmerkingar í gluggum staðarins væru ekki þær sömu og þegar sest er til borðs og eru gestir staðarins rukkaðir aukalega fyrir að borða inni en staðurinn er bakarí fyrri part dags og selur pítsur á kvöldin. Í samtali við Mannlíf í janúar staðfesti Ágúst Fannar Einarsson, einn eiganda BakaBaka, að gestir þurfi að borga aukalega fyrir að borða inni en var ósammála það væri óskýrt.

„Þetta er mjög skýrt. Þegar viðskiptavinur sest niður fær hann matseðill sem öll verð eru alveg skýr. Það er alveg „clear“ að við erum að selja „take away“ á „counternum“ og þjóna til borðs inni á staðnum,“ sagði Ágúst þegar hann var spurður út í hvort þetta væri villandi. „Ef viðskiptavinur kýs að borða inni þá kostar það bara meira. Viðkomandi er að taka sæti sem kostar og fá þjónustu sem kostar líka. Er þá eitthvað óeðlilegt við að borga meira?,“ spurði Ágúst á móti.

Síðan þá hefur Mannlífi borist fjöldi ábendinga um að BakaBaka hafi ekki lagað verðmerkingar hjá sér en samkvæmt Neytendastofu „er krafa um verðmerkingar mjög skýr og skal ávallt gefa upp endanlegt verð. Seljendur þurfa þess vegna að gæta sérstaklega vel að því hvernig verðmerkingar er settar fram ef verð er skilyrt eða ólík verð gilda við ólíkar aðstæður.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -