Föstudagur 27. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Bakarasveinninn varð rokkstjarna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Helgarblaðið Mannlíf er komið út. Tónlistarmaðurinn og söngvarinn Helgi Björns, prýðir forsíðuna og ræðir meðal annars æskuárin í forsíðuviðtalinu.

„Rætur mínar liggja í Aðalstrætinu á Ísafirði. Ég átti heima í Aðalstræti 26 frá fæðingu og til 13 ára aldurs. Húsið stendur við Silfurtorg, á bak við gamla Útvegsbankann og Gamla bakaríið. Maður lá gjarnan á gluggum bakarísins og fékk vínarbrauð og snúða með móðurmjólkinni,“ segir tónlistarmaðurinn og söngvarinn Helgi Björns, um æskuslóðirnar á Ísafirði.

Helgi hefur fengist við ýmislegt um ævina en hæst ber feril hans sem leikara, rokkstjörnu og dægurlagasöngvara.

Mynd / Hallur Karlsson

Helgi er meðvitaður um uppruna sinn sem Vestfirðingur. Þangað leitar hugurinn gjarnan og hann fer reglulega vestur til að heimsækja átthagana. Hann rifjar upp tímann á bak við bakaríið þegar hann og félagar hans fengu bakkelsi gefins út um glugga.

„Bakararnir voru alltaf með opna glugga vegna hitans. Stundum áttum við krakkarnir til að hrekkja þá. Bakaríið sjálft var í kjallaranum og gluggarnir í götuhæð. Ég man eftir vetrum sem maður henti snjóboltum inn um gluggann. Þetta lá svo vel við höggi þegar sá gállinn var á okkur. Fyrst og fremst gerðum við þetta til gamans og bakararnir skemmtu sér líka. En þeir náðu sér eitt sinn niður á okkur. Þetta var á bolludaginn, við mættir á gluggann til að sníkja bollur, nýbúnir að smella á þá snjóboltum. Bakararnir tóku okkur vel: „Strákar, við ætlum að gefa ykkur Berlínarbollur“. Þessi tegund af bollum er kúlulaga með dálitlu af sultu í miðjunni. En í þetta sinn voru þeir búnir að troðfylla bollurnar af sultu. Um leið og maður beit í bolluna sprakk sultan yfir allt andlitið. Þeir höfðu náð fram hefndum. En þetta voru vinir mínir og seinna vann ég með þeim sem bakarasveinn,“ segir Helgi.

Lestu viðtali við Helga í heild sinni í helgarblaðinu Mannlíf.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -