Í gær bauð Baldur Þórhallsson, forsetaframbjóðandi, kennurum til samtals um málefni barna og ungmenna á kosningamiðstöð sinni. Fundurinn var fjölmennur en þar fóru fram uppbyggilegar og líflegar samræður.
![](https://www.mannlif.is/wp-content/uploads/2024/05/BogF1-1024x685.png)
Ljósmynd: Aðsend
„Það var virkilega ánægjulegt og gagnlegt að fá tækifæri til þess að eiga samtal við kennara og fagfólk. Svo sannarlega gott veganesti til framtíðar,“ sagði Baldur Þórhallsson um fundinn.
Í kvöld býður svo Baldur viðbragðsaðilum til samtals um öryggis- og varnarmál á kosningamiðstöðinni sinni á Grensásvegi 16, kl. 17:30-18:30.
Er fundaröðin hluti af samtalsfundum þar sem Baldur mun meðal annars eiga samtal við viðbragðsaðila og heilbrigðisstarfsfólk. Á morgun verður einnig efnt til samtals við Grindvíkinga á kosningamiðstöðinni í Reykjavík kl. 17:30.