Mánudagur 23. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Baldur liggur undir ámæli vegna gagnrýni á VG: „Sjálfstæðisflokkurinn er svo til stikkfrír“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Baldur Þórhallsson stjórnmálaprófessor liggur undir ámæli fyrir gagnrýni sína á Vinstri grænum hvað varðar varnarmál landsins.

Atli Þór Fanndal, fyrrum blaðamaður og núverandi framkvæmdastjóri samtakanna Transparency International gagnrýnir Baldur Þórhallsson stjórnmálaprófessor harðlega í nýrri stöðufærslu á Facebook.

Baldur Þórhallsson sagði í færslunni að Ísland væri að sofa á verðinum gagnvart vörnum landsins. Gagnrýndi hann ríkisstjórnina og þá sérstaklega Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Sagði hann meðal annars í samtali við Rúv: „Við lítum bara út eins og veikasti hlekkurinn í varnarkeðju Vesturlanda. Vegna þess að allar aðrar bandalagsþjóðir okkar hafa gert endurmat á varnaráætlunum sínum í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu. Það höfum við ekki gert.“

Atli Þór, sem vann meðal annars fyrir vefrit VG, Smuguna á sínum tíma, segist í færslunni vera mikill aðdáandi þess að VG sé gagnrýnt en segir gagnrýni Baldurs vera ósanngjarna og bendir á að Sjálfstæðisflokkurinn hafi „raunar alltaf farið með þessi mál og í stað þess að fjárfesta í þekkingu hefur raðað fyrrverandi ráðherrum og vinum í verkefni og stöður…“

Því næst gefur Atli Þór í skyn að nýleg þingsályktunartillaga þingmanna Sjálfstæðisflokksins um að setja talsvert fjármagn inn í Alþjóðamálastofnun þar sem Baldur er titlaður sem rannsóknarstjóri, hafi eitthvað að gera með það að prófessorinn gagnrýni ekki Sjálfstæðisflokkinn í færslu sinni.

Hér er stöðufærsla Atla Þórs í heild sinni:

- Auglýsing -

„Í gær birtu flestir fjölmiðlar langa frétt unna upp úr einni stöðufærslu mjög svo byssuglaðs háskólaprófessor sem í nokkrar vikur hefur verið að titileita frá því að vera höfundur þess sem kallað er shelter theory og er óþekkt og án viðurkenningar utan Íslands í að vera mikill sérfræðingur um hernað smáríkja. Þessi umbreyting hefur verið afar hröð og aldrei án þess að gripið sé færi á að sparka svolítið í VG fyrir að vilja ekki búa hér til hóp byssustráka. Nú er ég sjálfur mikill aðdáandi þess að gagnrýna hið tilgangslausa stjórnmálaafl VG en gagnrýni prófessorisins hefur verið afar ósanngjörn og Sjálfstæðisflokkurinn er svo til stikkfrír i gagnrýni síðustu vikna.

Það skal reyndar tekið fram að ég er sammála gagnrýninni að því leiti að skömm er af því hvað Ísland fjárfestir lítið í eigin varnar og öryggismálum (en er ekki sannfærður um sömu áherslur). Það er hættulegur leikur og gerir okkur svo vitnað sé í prófessorinn að veikasta hlekknum. Hins vegar skiptir máli að varnarmálin séu ekki gegnumsýrð af meðvirkniskúltúrnum íslenska þar sem hlaupin eru heil maraþon til þess að forðast að gagnrýna það stjórnmálaafl sem er eins og mara yfir öllu í landinu.

Hvers vegna gagnrýnir prófessorinn sem nú vill marka sér rými í varnarmálum VG en ekki flokkinn sem fer með þessi mál í gegnum utnaríkisráðuneytið. Flokkinn sem raunar hefur alltaf farið með þessi mál og í stað þess að fjárfesta í þekkingu hefur raðað fyrrverandi ráðherrum og vinum í verkefni og stöður…

- Auglýsing -

Ég skal ekki segja en í ótengdum fréttum þá vakti þessi þingsályktunartillaga þingmanna Sjálfstæðisflokksins um að setja talsvert af fjármagni í Alþjóðamálastofnun athygli mína.

Það mætti nú alveg fjalla jafn mikið um hana og stöðufærslu á Facebook.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -