Miðvikudagur 22. janúar, 2025
-1 C
Reykjavik

Baltasar Kormákur fann þrjú illa farin hross í útihúsi sínu: „Þetta eru bara sjúklingar núna“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Árið 1994 fann Baltasar Kormákur, leikari og leikstjóri þrjú illa farin hross í útihúsi á nýrri jörð sem hann hafði keypt sér ásamt öðru fólki.

Lögreglan rannsakaði málið en í ljós kom að hrossin voru af næstu jörð, Hrafnhólum í Mosfellsbæ. Eigandi þeirra, Kristján Guðmundsson hafði saknað þeirra í þrjár vikur. Hrossin voru illa á sig komin þegar þau fundust en til stóð að selja eitt þeirra til útlanda en sú sala komst í uppnám vegna málsins. Grunaði Kristjáni að þeim hefði verið stolið.

DV fjallaði um málið á sínum tíma:

Lögreglan rannsakar dularfull hvarf þriggja hrossa í Mosfellsbæ:

Hrossin fengu hvorki vott né þurrt í 3 vikur

– fundust innilokuð og orðin grindhoruð í útihúsi í nágrenninu

„Þetta eru bara sjúklingar núna. Ég hef hrossin í húsi og gef þeim meðal annars vítamín. Fyrst fengu þau sprautu og þeim var gefið reglulega. Ég er ekki viss um að þau fari úr hesthúsi fyrr en í vor. Þau verða jafnvel ekki búin að ná sér fyrr,“ sagði Kristján Guðmundsson á Hrafnhólum í Mosfellsbæ í samtali við DV. Lögreglan rannsakar hvarf þriggja af hrossum Kristjáns sem talin eru hafa verið lokuð inni í útihúsi skammt frá í þrjár vikur. Næsta jörð er Skeggjastaðir og þar fundust hrossin. Nýir eigendur þar, meðal annars Baltasar Kormákur leikari, fundu hrossin þar sem þau voru illa á sig komin í einu af útihúsunum en þar eru hús sem eitt sinn voru notuð undir minkabú. Lögreglan var látin vita og eigandinn í framhaldi af því.

Kristján með hrossin

„Ég var búinn að leita hrossanna og var farinn að hallast að því að þeim hefði verið stolið,“ sagði Kristján. Óljóst er hvemig hrossin komust inn í framangreint útihús. Aðrar dyr hússins eru innkeyrsludyr en hinar eru með renniloku. Því er alls ekki talið útilokað að hrossin hafi verið lokuð inni af mannavöldum. Þau höfðu verið í girðingu ásamt fleiri hrossum og því var því ekki veitt sérstök eftirtekt þegar þau hurfu. Mögulegt er að hrossin þrjú hafi farið að útihúsunum þegar hópurinn slapp út fyrir girðingu. Kristján sagði að eitt af hrossunum, Hnokki, hefði verið selt til útlanda en af því gæti ekki orðið með sama hætti og áætlað hefði verið. Hin hrossin voru talin efnileg eins og Kristján orðaði það.

Baksýnisspegill þessi birtist fyrst á vef Mannlífs 12. maí 2023.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -