Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir rekstur flugfélagsins hafa gengið vel undanfarið og það sem skipt hafi sköpum er opnun á flug til Bandaríkjanna.
„Reksturinn hefur almennt gengið vel. Fólk var þegar farið að bóka ferðir þegar opnun Bandaríkjanna var upphaflega tilkynnt en þegar dagsetningin lá fyrir jókst bókunarflæðið enn frekar,“ segir Bogi í samtali við MBL.
Vika er síðan opnað var fyrir flug bólusettra farþega til Bandaríkjanna og nú flýgur Icelandair til 10 áfangastaðar þar. Bogi vonast til að flugframboð flugfélagsins á næsta ári verði 80 prósent af því sem var fyrir kórónuveirufaraldrinn.
„Við erum ávallt tilbúin að grípa tækifærin þegar þau gefast og munum mögulega bæta við nýjum áfangastöðum á nýju ári. Þannig að við höldum uppbyggingunni áfram og færumst nær og nær eðlilegum rekstri, eins og hann var fyrir faraldurinn.“