Mánudagur 23. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Bandaríski sjóherinn æfði með íslenskum varnaraðilum – MYNDIR

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Varnaræfingin Norður-Víkingur hófst í vikunni en bandaríski sjóherinn æfði aðgerðir á sjó með íslenskum aðilum.

Á heimasíðu Landhelgisgæslunnar er sagt frá því að liðsmenn bandaríska sjóhersins hafi ásamt áhöfninni á varðskipinu Þór, sérsveit ríkislögreglustjóra og séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar, æft aðgerðir á sjó, meðal annars uppgöngu í skip og eftirför en æfingarnar eru liður í varnaræfingunni Norður-Víkingur sem hófst fyrr í vikunni.

Meðal annars æfðu sveitirnar með áhöfn flutningaskips á Faxaflóa í gær þar sem farið var um borð í skipið. Þá kom þyrlusveit Landhelgisgæslunnar einnig að æfingunni en hún er sögð hafa heppnast vel. Lögð er mikil áhersla á samhæfingu sveita og búnaðar í æfingu eins og þessari þannig að bandalagsþjóðir geti unnið skipulega að samræmdum markmiðum, að því er fram kemur á heimasíðu Gæslunnar.

Frá árinu 1951 hefur varnaræfingin Norður-Víkingur verið haldin á grundvelli tvíhliða varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna og fer að jafnaði fram annað hvert ár. Meginþungi Norður-Víkings fer fram á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli en að auki fer hún fram á sjó.

- Auglýsing -

Fram kemur á heimasíðu Gæslunnar að gert sé ráð fyrir því að varðskip Landhelgisgæslunanr verði áfram við æfingar í Faxaflóa næstu daga.

Fjöldi þátttakanda í æfingunni eru um 1.200 manns en þar af eru um 200 Íslendingar frá varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, Landhelgisgæslunni, Ríkislögreglustjóra, Almannavörnum og öðrum stofnunum.

Ljósmyndir sem fylgja fréttinnir eru teknar af Antoni Brink.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -