Mánudagur 4. nóvember, 2024
9.8 C
Reykjavik

Bankastrætis Club málið: Alexander Máni dæmdur í sex ára fangelsi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Alexander Máni Björnsson, rétt tæplega tvítugur karlmaður, hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir aðild sína í Bankastrætismálinu en Vísir greindi fyrst frá í morgun. Alexander var einn af þeim 25 sem voru ákærðir í málinu en var hann einn ákærður fyrir þrjár tilraunir til manndráps. Tíu menn voru ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og fjórtán fyrir hlutdeild í brotunum. Einn hefur verið dæmdur í 12 mánaða fangelsi, annar í 8 mánuði og þriðji í tveggja mánaða fangelsi.

Alexander hafði í skýrslutöku hjá lögreglu játað að hafa stungið þrjá menn á Bankastræti club en við upphaf þinghalds þann 2.október dró han eina játningu sína til baka. Flestir hinna ákærðu sögðust aðeins hafa ætlað sér að ræða við meðlimi „Latino-hópsins“ á Bankastræti Club og sögðu mennina hafa ítrekað hótað sér og fjölskyldum þeirra í gegnum árin. Tveir brotaþola könnuðust ekki við svokallaðan „Latino-hóp“ né meintar hótanir.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -