Föstudagur 15. nóvember, 2024
-0.1 C
Reykjavik

„Ríkisstjórnin vill hengja brotalamir á Bankasýsluna – með því að kasta henni fyrir lestina”

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rík­is­stjórn­in hef­ur ákveðið að leggja það til við Alþingi að Banka­sýsla rík­is­ins verði lögð niður og inn­leitt verði nýtt fyr­ir­komu­lag til að halda utan um eign­ar­hluta rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um.

Þar verður lögð áhersla á rík­ari aðkomu Alþing­is og að styrk­ari stoðum verði skotið und­ir að tryggja gagn­sæi, jafn­ræði, lýðræðis­lega aðkomu þings­ins og upp­lýs­inga­gjöf til al­menn­ings, að því er fram kem­ur á vef Stjórn­ar­ráðsins.

Jóhann Páll Jóhannsson, þingmann Samfylkingarinnar sagði í samtali við Mannlíf að:

„Ríkisstjórnin viðurkennir greinilega að brotalamir hafi verið á söluferlinu – en vill hengja þær allar um hálsinn á Bankasýslunni þótt það sé hafið yfir allan vafa að lagalega og pólitíska ábyrgðin liggur hjá fjármálaráðherra og að það er hann sem ræður ferðinni og fer með endanlegt ákvörðunarvald um sölu banka. Fjármálaráðherra virðist hafa umgengist lög um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum af léttúð og sett söluferlið á hálfgerða sjálfstýringu ólíkt því sem núverandi lagarammi gerir ráð fyrir. Þetta er alvarlegt og ríkisstjórnin getur ekki bara afgreitt þetta með því að kasta Bankasýslunni fyrir lestina.”

Þar seg­ir að for­menn stjórn­ar­flokk­anna, Katrín Jak­obs­dótt­ir, Bjarni Bene­dikts­son og Sig­urður Ingi Jó­hanns­son séu sam­mála um þessi atriði.

Frum­varp þessa efn­is verður lagt fyr­ir Alþingi svo fljótt sem auðið er.

- Auglýsing -

„Ekki verður ráðist í frek­ari sölu á hlut­um rík­is­ins í Íslands­banka að sinni. Þegar ný lög­gjöf ligg­ur fyr­ir mun ákvörðun um mögu­lega sölu á hlut rík­is­ins í Íslands­banka verða tek­in fyr­ir á Alþingi. Rík­is­stjórn­in legg­ur hér eft­ir sem hingað til áherslu á óbreytt eign­ar­hald rík­is­ins á hlut sín­um í Lands­bank­an­um,“ seg­ir á vef Stjórn­ar­ráðsins.

Enn frem­ur seg­ir að traust og gagn­sæi verði að ríkja um sölu á eign­um rík­is­ins. Al­menn­ing­ur eigi skýra og óum­deilda kröfu um að all­ar upp­lýs­ing­ar séu uppi á borðum um slík áform, mark­mið þeirra og áhrif.

Til­kynn­ing­una má sjá í heild sinni hér að neðan:

For­menn stjórn­ar­flokk­anna eru sam­mála um eft­ir­far­andi atriði í tengsl­um við sölu á 22,5% hlut rík­is­ins í Íslands­banka sem fram fór í mars.

- Auglýsing -

Við sölu á eign­ar­hlut­um rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um er gerð rík krafa um gagn­sæi, jafn­ræði og ít­ar­lega upp­lýs­inga­gjöf til al­menn­ings. Ljóst er að fram­kvæmd söl­unn­ar stóð ekki að öllu leyti und­ir vænt­ing­um stjórn­valda, m.a. um gagn­sæi og skýra upp­lýs­inga­gjöf.

Þá hafa komið upp spurn­ing­ar, álita­mál og gagn­rýni um fram­kvæmd söl­unn­ar sem fór fram sem nauðsyn­legt er að rann­saka og upp­lýsa al­menn­ing um.

Rík­is­end­ur­skoðun hef­ur þegar hafið út­tekt á því hvort sal­an hafi sam­rýmst lög­um og góðum stjórn­sýslu­hátt­um. Þá hef­ur fjár­mála­eft­ir­lit Seðlabank­ans hafið rann­sókn á til­tekn­um þátt­um tengd­um söl­unni.

Komi fram þörf fyr­ir frek­ari rann­sókn­ir þegar niður­stöður Rík­is­end­ur­skoðunar og Seðlabank­ans liggja fyr­ir mun rík­is­stjórn­in beita sér fyr­ir slíku á vett­vangi Alþing­is.

Þeir ann­mark­ar sem í ljós hafa komið við und­ir­bún­ing og fram­kvæmd sölu á eign­ar­hluta rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um hafa leitt í ljós þörf­ina fyr­ir end­ur­skoðun á lagaum­gjörð og stofnana­fyr­ir­komu­lagi.

Rík­is­stjórn­in hef­ur því ákveðið að leggja það til við Alþingi að Banka­sýsla rík­is­ins verði lögð niður og inn­leitt verði nýtt fyr­ir­komu­lag til að halda utan um eign­ar­hluta rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um. Þar verður lögð áhersla á rík­ari aðkomu Alþing­is og að styrk­ari stoðum verði skotið und­ir að tryggja gagn­sæi, jafn­ræði, lýðræðis­lega aðkomu þings­ins og upp­lýs­inga­gjöf til al­menn­ings. Frum­varp þessa efn­is verður lagt fyr­ir Alþingi svo fljótt sem auðið er.

Ekki verður ráðist í frek­ari sölu á hlut­um rík­is­ins í Íslands­banka að sinni. Þegar ný lög­gjöf ligg­ur fyr­ir mun ákvörðun um mögu­lega sölu á hlut rík­is­ins í Íslands­banka verða tek­in fyr­ir á Alþingi. Rík­is­stjórn­in legg­ur hér eft­ir sem hingað til áherslu á óbreytt eign­ar­hald rík­is­ins á hlut sín­um í Lands­bank­an­um.

Traust og gagn­sæi verður að ríkja um sölu á eign­um rík­is­ins. Al­menn­ing­ur á skýra og óum­deilda kröfu um að all­ar upp­lýs­ing­ar séu uppi á borðum um slík áform, mark­mið þeirra og áhrif.

Hluta­fjárút­boð Íslands­banka og skrán­ing á markað í fyrra skilaði mark­miðum stjórn­valda, svo sem eins og dreifðu eign­ar­haldi og fjöl­breytni í eig­enda­hópn­um. Þá hef­ur mik­il aukn­ing á verðmæti fjár­mála­fyr­ir­tækja í rík­is­eigu und­an­farið ár styrkt stöðu rík­is­sjóðs til að gera enn bet­ur og fjár­festa til framtíðar.

Rík­is­stjórn­in hef­ur haft það leiðarljós að ávinn­ing­ur af eign­ar­hlut­um rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um og sölu þeirra sé nýtt­ur í þágu al­menn­ings. Meðal ann­ars með því að nýta hann með bein­um hætti til upp­bygg­ing­ar innviða í al­mannaþágu eða til að styrkja stöðu rík­is­sjóðs til að veita mik­il­væga þjón­ustu.

 

Ríkisstjórnin fundar ekki í dag, en alla jafna eru ríkisstjórnarfundir haldnir þriðjudaga og föstudaga. Síðast var ríkisstjórnarfundur fyrir ellefu dögum, þann 8. apríl.

Samkvæmt upplýsingum frá aðstoðarmanni forsætisráðherra er enginn ríkisstjórnarfundur í dag.

Mörg spjót standa á ríkisstjórninni þessi dægrin. Sala á hlutabréfum ríkisins í Íslandsbanka stendur þar hæst. Ríkisendurskoðun hefur verið falið að skoða söluferlið, Fjármálaeftirlit Seðlabankans hefur hafið frumkvæðisrannsókn á ákveðnum þáttum sölunnar, og stjórnarandstaðan á þingi hefur krafist þess að sett verði á fót sérstök rannsóknarnefnd sem hafi víðtækari heimildir til rannsóknar ef Ríkisendurskoðandi hefur lögum samkvæmt.

Á föstudag voru fjölmenn mótmæli á Austurvelli þar sem afsagnar fjármálaráðherra var krafist vegna málsins.

Formenn stjórnarflokkanna; Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, hafa ekki gefið kost á viðtali í meira en viku.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -