Föstudagur 17. janúar, 2025
2.7 C
Reykjavik

Bannað að tala um „sjómann“ og „fiskari“ komið í staðinn – Ólína getur ekki orða bundist

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þjóðfræðingur, rithöfundur og fyrrverandi alþingismaður, segist ekki geta orða bundist yfir því að orðið „sjómaður“ hafi verið tekið út úr íslenskri löggjöf. Í stað þess orðs er orðskrípið „fiskari“ komið í staðinn. Hún segir þetta dæmi um dauðhreinsunarstefnu í pistli sem hún birtir á Facebook.

Pistill Ólínu í heild sinni:

Sjómaður eða fiskari? Orðið „sjómaður“ hefur verið tekið út úr  íslenskri löggjöf og orðið „fiskari“ er komið í staðinn. Og nú get ég ekki orða bundist – hér kemur ræðan:

Orðin sem við notum eru annað og meira heldur en dauðhreinsaðar merkingareiningar klipptar og skornar. Ef svo væri gætum við ekki talað um lifandi tungumál, skapandi tungutak. Orðin eru hlaðin tilfinningum, lífsskynjun, afstöðu, sögu og menningu.

Orðið „sjómaður“ hefur djúpstsæða tilfinningaskírskotun til margra Íslendinga sem þekkja lífsbaráttu þjóðarinar í gegnum aldirnar.

Sum atvinnuheiti eru samsett með orðunum maður – flugmaður, hermaður o.fl. – önnur eru það ekki – kennari, læknir, prestur. Það er gott og blessað að orð séu ekki öll mynduð eins. Það skiptir meira máli finnst mér að virða uppruna þeirra og hefðbundna notkun í stað þess að vera að beygja og beygla, liggur mér við að segja, tungumálið í einhverri hreintrúarstefnu um það hvernig orð skuli saman sett.

- Auglýsing -

Dauðhreinsunarstefna í málfarsefnum er í besta falli skeytingar- og skilningsleysi – í versta falli fjandskapur – við sköpun, sögu og tilfinningu. Mér er spurn: Hver stjórnar þessu eiginlega? Hvaða ráðgjöf er að verki þarna bak við tjöldin?

Mín máltilfinning hafnar orðinu „fiskari“ – það segir allt annað heldur en orðið sjómaður. Seinna orðið á sér aldagamla hefð og sögu, tilfinningatilvísun, sjálfsmyndarsköpun, er hlaðið atvinnusögu og atvinnumenningu. Allt er það hluti af orðinu og þess vegna kemur ekkert annað þess í stað.

„Fiskari“ er aftur á móti dauðhreinsuð merkingareining og í einmitt þess vegna orðskrípi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -