Föstudagur 15. nóvember, 2024
0.3 C
Reykjavik

Barátta Erlu við krabbameinið: „Ég vil helst fá að vera langamma“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Erla glímir við veikindi.

„Ég greindist í desember í fyrra með brjóstakrabbamein og fór í aðgerð og það heppnaðist mjög vel en í því ferli kom í ljós að ég væri með annars konar krabbamein í lunga. Ég hef verið í lyfjagjöfum meirihluta þessa árs en læknar treysta sér ekki til þess að lækna þetta.,“ segir Erla Bolladóttir í helgarviðtali Mannlífs. Aðspurð hvort hægt sé að halda krabbameininu niðri segir hún það hafa verið hægt hingað til.

Erla Bolladóttir – Ljósmynd: Kazuma Takigawa

„Já, það er allavega það sem þeir eru að gera núna. Og það er ekkert vitað hvernig þetta getur hegðað sér en þetta er búið að haldast niðri hingað til.“

Ég hef verið alveg róleg yfir þessu.

Hvernig er að fá svona dóm? Hvernig er að vakna upp við það að vera með svona alvarlegan sjúkdóm?

„Það er svo undarlegt að þetta varð aldrei áfall. Ég veit að að hljómar skringilega en ég þekki áföll og þetta var ekki eitt af þeim. Þetta kom hægt og rólega einhvern veginn. Fyrst brjóstakrabbameinið og þá var ég orðin veik og búið að bjarga mér þar þannig að ég var svolítið komin inn í þetta ferli og það var eins og ég vissi einhvers staðar að það væri eitthvað að. En þetta kom mér ekki í opna skjöldu eins og ég hefði haldið. Ég hef verið alveg róleg yfir þessu. Og ég geri mér grein fyrir því að við erum öll að stefna í sömu áttina út úr þessum heimi og ég er löngu tilbúin að kveðja þennan heim eins og hann birtist mér. En ég á börn sem ég elska meira en ég get lýst og þau halda mér hér alveg og ég vil helst fá að vera langamma.“ Viðtalið við Erlu má lesa í heild sinni í nýju helgarblaði Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -