Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Barbie-skautasvell uppáhalds jólagjöf þingmanns: „Hvað er betra í þessu lífi?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nú er ótrúlega stutt í jólin og fólki hlakkar til jóla. Mannlíf hafði samband við nokkra alþingismenn til að spyrjast fyrir um jólin hjá þeim. Hefðir, gjafðir, minningar og fleira í þeim dúr bar á góma. Dagbjört Hákonardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sat fyrir svörum.

„Þegar Lóa Bjarkadóttir litla systurdóttir mín kom til okkar aðfararnótt aðfangadags,“ sagði Dagbjört þegar hún var spurð um uppáhalds jólaminninguna. „Hún verður 6 ára 24. desember nk. og jólin koma ekki án þess að fá að fagna afmælinu með henni.“

En hvað er besta gjöf sem Dagbjört hefur fengið?

„Það toppar fátt Barbie-skautasvellið 1991.“

„Einfaldleikinn er í fyrirrúmi, og sérstaklega í ár,“ svaraði þingmaðurinn um hvernig jólin yrðu hjá henni þetta árið. „Við erum ennþá að taka íbúðina okkar í gegn. og gólfefni vantar á sumum stöðum. Það skiptir þó máli að hafa hreint, því jólin koma annars ekki og maður skreytir ekki yfir ófremdarástand. Ég er reyndar ein um þá sýn á mínu heimili, sem er vissulega miður. Við eigum engar sérstakar jólahefðir en förum í hangikjöt til tengdafjölskyldu minnar á jóladag. Börnin eru síðan orðin nógu stór til að geta tekið þátt í spilum, horft á góðar jólamyndir og lesið bækur. Hvað er betra í þessu lífi?“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -