Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.3 C
Reykjavik

Bárðarbunga rumskar – Óvissustig Almannavarna lýst yfir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Óvissustigi Almannavarna vegna aukinnar skjálftavirni í Bárðarbungu hefur nú verið lýst yfir. Var það gert af ríkislögreglustjóra í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi Eystra, Suðurlandi og Austurlandi.

Í tilkynningu frá Almannavörnum segir:

„Það að lýsa yfir óvissustigi þýðir að eftirlit er haft með atburðarás sem gæti á síðari stigum leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar verði ógnað.“

Samkvæmt RÚV er jarðskjálftahrinan sem varð í morgun sú kröftugasta frá síðustu eldsumbrotum í eldstöðinni en þá gaus í Holuhrauni frá 2014 til 2015.

„Hreyfingar í jarðskjálftunum samræmast aukinni þenslu vegna kvikusöfnunar sem hefur staðið yfir frá síðustu eldsumbrotum 2015,“ segir í færslu á vef Veðurstofu Íslands.

Þar kemur einnig fram að jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu hafi farið vaxandi á síðustu mánuðum en fjórir skjálftar um eða yfir fimm á stærð urðu á síðasta ári. Þá hefur mælst samhliða því aukinn hraði í aflögun vegna kvikuinnstreymis undir eldstöðinni.

- Auglýsing -

Mikil óvissa erum það sem gæti gerst en vatn gæti hlaupið undan jökli á mismunandi stöðum en mögulegt áhrifasvæði vegna eldgoss nær yfir þrjú lögregluumdæmi.

Deildarstjóri á Veðurstofunni, Kristín Jónsdóttir, segir of snemmt að segja af eða á hvort það muni gjósa og þá hvort það myndi gjósa undir jökli eða utan hans, lík og fyrir tíu árum, í Holuhraunsgosinu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -