Föstudagur 25. október, 2024
1.5 C
Reykjavik

Barðavogsmálið: Landsréttur dæmdi Magnús í sextán ára fangelsi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Landsréttur hefur dæmt Magnús Aron Magnússon, 22 ára karlmann, í sextán ára fangelsi fyrir að bana nágranna sínum. Dómurinn var kveðinn upp í Landrétti nú skömmu eftir hádegið í dag en fór ákæruvald fram á að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur yrði staðfestur. Líkt og fyrr segir var Magnús var fundinn sekur um að hafa banað nágranna sínum, Gylfa Bergmann Heimissyni, fyrir utan heimili þeirra að Barðavogi í júní á síðasta ári.

Magnús Aron Magnússon í Héraðsdómi í apríl
Ljósmynd: Björgvin Gunnarsson

Laugardagskvöldið 4.júní hringdi Magnús sjálfur á lögreglu eftir að hann hafði ráðist á nágranna sinn. Gylfi fannst meðvitundarlaus á vettvangi og báru endurlífgunartilraunir ekki árangur. Við aðalmeðferð málsins kom fram að Magnús væri metinn sakhæfur. Þá töldu sérfræðingar hann ekki glíma við neina alvarlega geðsjúkdóma en sögðu hann líklegast á einhverfurófi. Grunur um einhverfu hafi verið til staðar allt frá æsku Magnúsar en faðir hans vildi ekki senda hann í greiningu. Þegar foreldrar hans skildu tók við erfið forræðisdeila en sagði geðlæknir að foreldrar hans hefðu meðal annars staðið í vegi fyrir því að hann fengi þá hjálp sem hann þurfti.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -