Landsréttur hefur dæmt Magnús Aron Magnússon, 22 ára karlmann, í sextán ára fangelsi fyrir að bana nágranna sínum. Dómurinn var kveðinn upp í Landrétti nú skömmu eftir hádegið í dag en fór ákæruvald fram á að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur yrði staðfestur. Líkt og fyrr segir var Magnús var fundinn sekur um að hafa banað nágranna sínum, Gylfa Bergmann Heimissyni, fyrir utan heimili þeirra að Barðavogi í júní á síðasta ári.
Laugardagskvöldið 4.júní hringdi Magnús sjálfur á lögreglu eftir að hann hafði ráðist á nágranna sinn. Gylfi fannst meðvitundarlaus á vettvangi og báru endurlífgunartilraunir ekki árangur. Við aðalmeðferð málsins kom fram að Magnús væri metinn sakhæfur. Þá töldu sérfræðingar hann ekki glíma við neina alvarlega geðsjúkdóma en sögðu hann líklegast á einhverfurófi. Grunur um einhverfu hafi verið til staðar allt frá æsku Magnúsar en faðir hans vildi ekki senda hann í greiningu. Þegar foreldrar hans skildu tók við erfið forræðisdeila en sagði geðlæknir að foreldrar hans hefðu meðal annars staðið í vegi fyrir því að hann fengi þá hjálp sem hann þurfti.