Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-5.2 C
Reykjavik

Barnahrellir tók 12 ára stúlku hálstaki: „Hún nær að bíta hann og rífa sig lausa“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Karlmaður veittist að tæplega 12 ára stúlku sem var á leið í Víðistaðaskóla í morgun en hún náði að bíta hann og sparka sig lausa. Er þetta fjórða tilfellið um svipað atvik á rúmlega þremur vikum í hverfinu.

Mannlíf sagði frá því á dögunum að maður í appelsínugulri úlpu hefði veist að nokkrum krökkum í Norðurbæ Hafnarfjarðar en talið er að maðurinn sé af erlendu bergi brotinn. Í morgun var svo tilkynnt um fjórða tilfellið en lögreglan getur þó ekki staðfest að um sama mann sé að ræða.

Sjá einnig: Karl með yfirvararskegg herjar á börn í Hafnarfirði:„Fólk slegið og óöruggt að senda börnin ein út“

Móðir tæplega 12 ára gamallar stúlku skrifaði eftirfarandi færslu á íbúðasíðu hverfisins á Facebook:

„Varúð!

Dóttir mín var á leið í Víðistaðaskóla í morgun (örlítið of sein) og maður kemur aftan að henni, tekur hana hálstaki og fyrir munninn. Hún nær að bíta hann, sparkar aftur fyrir sig og nær þá að rífa sig lausa. Þegar hún sparkar virðist hann blóta en ekki á tungumáli sem dóttir mín skilur. Lýsing hennar passar að nokkru leiti við manninn sem varað var við í byrjun maí en þessi var í svartri úlpu með hettu sem huldi að hluta andlit hans en ekki appelsínugulri.

Þetta var nálægt sparkvellinum við víðistaðaskóla en rétt fyrir utan það svæði sem myndavélar skólans ná á.“

- Auglýsing -

Mannlíf heyrði í Skúla Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjón lögreglunnar í Flatahrauni í Hafnarfirði. Segir hann að málið sé hið fjórða á rúmlega þremur vikum sem tilkynnt hafi verið til lögreglunnar, þar sem karlmaður veitist að börnum. „Við fengum tilkynningu í morgun um það atvik en þar er maður sem veitist að tæplega 12 ára stúlku og hún kemst undan honum. Og við erum í raun bara leitandi að þeim manni og erum með það til rannsóknar. En við erum ekki búin að hafa upp á honum.“

Aðspurður hvort um sé að ræða sama mann og í hinum málunum segir Skúli að ekki sé hægt að staðfesta það með óyggjandi hætti. „Við vitum það í rauninni ekki fyrir víst. Lýsingarnar koma náttúrulega frá börnum og þetta eru flottar lýsingar en þetta ber svo sem ekki allt saman en þetta eru fjórar tilkynningar á rúmlega þremur vikum og við erum í raun með það allt saman undir en við erum ekki búin að hafa upp á honum en erum með þetta til rannsóknar og leggjum áherslu á að hafa upp á þessum manni.“

Móðir stúlkunnar segir í samtali við Mannlíf að dóttir hennar sé mjög brugðið. „Hún er í sjokki og aum í hálsinum og rám eftir hálstakið,“ segir móðirin og bætir við að búið sé að fá áverkavottorð að málið sé komið í kæruferli.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -