Fimmtudagur 26. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Hörkudeilur um vindmyllur í Dalabyggð: – Framsóknarmenn sakaðir um frændhygli

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Skipulagsstofnun hefur samþykkt aðalskipulagsbreytingu í sveitarfélaginu Dalabyggð. Aðalskipulagsbreytingin hefur í för með sér leyfi fyrir tveimur vindorkuverum á landi Hróðnýjarstaða og Sólheima, þvert á vilja stórs hluta samfélagsins. Ásmundur Einar Daðason ráðherra er landeigandi á svæðinu.

Á fréttavefnum visir.is er greint frá samþykki Skipulagsstofnunar á aðalskipulagsbreytingu í sveitarfélaginu Dalabyggð. Í greininni er rætt við Andrés Skúlason, verkefnastjóra Landverndar, sem hefur fylgst náið með þróun þessara mála og setur spurningarmerki við ýmis atriði og þykir fnykur af málinu í heild.

Andrés bendir á að það skjóti skökku við og kveðst viss um að frændhygli innan Framsóknar sé þess valdandi að það sem áður var hafnað á grundvelli laga sé nú samþykkt. Eins og áður hefur komið fram er Ásmundur Einar Daðason landeigandi og hefur verið í stórtækum jarðarkaupum á svæðinu. Stundin fjallaði um kaup Ásmundar og fjölskyldu hans árið 2018.

„Inn­viða­ráð­herra átti náttúru­lega enga aðra úr­kosti en að fara eftir til­lögu Skipu­lags­stofnunar og synja Dala­byggð fyrst um breytinguna, því hún var ekki í sam­ræmi við lög. En það er al­gjör­lega ljóst að eitt­hvað hefur gerst í milli­tíðinni sem verður þess valdandi að það liggur svona á að keyra þetta í gegn. Og þá skulum við ekkert horfa fram hjá því að þetta er fyrsta skipu­lagið sem er stað­fest fyrir er­lent orku­fyrir­tæki… Það er bara ó­vart í landi sem er ekki ó­skylt Fram­sóknar­flokknum. Það er pólitísk ná­lykt af þessu,“ segir Andrés í samtali við Vísi.

Ekki náðist í Ásmund Einar við vinnslu fréttarinnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -