Föstudagur 22. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Bashar Murad steig á svið á Austurvelli – Sjáðu myndbandið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Palestínski tónlistarmaðurinn Bashar Murad steig á svið á mótmælafundi Félagsins Ísland-Palestína á Austurvelli í dag. Lag tónlistlarmannsins í Söngvakeppni sjónvarpsins verður kynnt á RÚV í kvöld.

Fjöldi fólks mætti á fundinn.
Ljósmynd: Björgvin Gunnarsson

Fjöldi manns safnaðist saman fyrir utan Hallgrímskirkju í vetrarkuldanum, til að mótmæla árásum Ísraelshers á Palestínumenn. Félagið Ísland-Palestína stóð fyrir fundinum en gengið var niður Skólavörðustíg og niður á Austurvöll. Kröfur fundarins voru meðal annars þær að íslensk stjórnvöld styðji við kæru Suður Afríku gegn Ísrael fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag, að stjórnmálasambandi verði slitið við Ísrael og viðskiptabanni komið á.

Illugi Jökulsson flutti ræðu á fundinum.
Ljósmynd: Björgvin Gunnarsson

Fundastjórn var í höndum Þuríðar Blæs Jóhannsdóttur leik- og söngkonu en Illugi Jökulsson fjölmiðlamaður og rithöfundur hélt ræðu þar sem meginmálið var það, að þó hægt sé að hafa mismunandi skoðanir á Hamas og gjörðum þeirra, á Ísraelsríki og fleiru í tengslum við átökin fyrir botni Miðjarðarhafs, sé erfitt að hafa einhverja aðra skoðun en að blóðbaðið á Gaza verði að stoppa og það strax. Íslensk-palestínski rapparinn Alexander Jarl steig á svið eftir Illuga og flutti nokkur frumsamin lög við mikinn fögnuð viðstaddra.

Alexander Jarl
Ljósmynd: Björgvin Gunnarsson

Bashar Murad, palestínski tónlistarmaðurinn sem keppir í Söngvakeppni sjónvarpsins í kvöld, steig síðast á svið og flutti lagið Mawtini (Heimaland mitt), sem í yfir 70 ár hefur verið óopinbert þjóðlag Palestínu að mati margra Palestínumanna en það hefur verið sungið víða í Arabaheiminum enda talar það til allra kúgaðra þjóðarbrota. Stundin var afar falleg en allir Palestínumennirnir sem voru að fundinum tóku undir söng Bashar.

Hér fyrir neðan má sjá söng Bashar:

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -