Laugardagur 16. nóvember, 2024
-0.1 C
Reykjavik

Bendir á að pólitík hafi lengi verið partur af Eurovision: „Ég verð víst að kokgleypa Waterloo!“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ólafur Haukur Símonarson bendir á að pólitík hafi lengi verið partur af Eurovision.

Leikritaskáldið og rithöfundurinn Ólafur Haukur Símonarson skrifaði færslu rétt í þessu þar sem hann bendir á pólitískan texta Abba, þegar hin sænska ofurhljómsveit vann Söngvakeppni evrópskra útvarpsstöðva á sínum tíma með laginu Waterloo.

„Það er eins og pólitík hafi aldrei áður komið við sögu í Söngvakeppni evrópskra útvarpsstöðva. Ég leyfi mér að benda á gróflega pólitískan söngtexta sænsku hljómsveitarinnar Abba sem gerði sér mat út stórkostlegum stríðátökum í Evrópu þegar Bretar og Frakkar tókust á við Waterloo. Hvað féllu margir í þeirri orrustu, góðir hálsar, jú um 50.000 manns. Og Abba sungu (grófþýðing)“ Þetta skrifaði Ólafur Haukur og bætti við þýðingu sinni:

„Waterloo, æ,æ,
Napóleon skíttapaði orrustunni við Wateloo.
Ójá,
og ég mæti örlögum mínum á svipaðan hátt.
Jú, sagan endurtekur sig
án afláts.
Waterloo, ég tapa, en þú sigrar!
Waterloo, ég heiti því að elska þig að eilífu!
Waterloo, mér var ekki undankomu auðið.
Waterloo, örlög mín eru að hanga með þér.
Ójá, Ójá, Ójá, Ójá, Waterloo,
ég verð víst að kokgleypa Waterloo!
Æ, æ, æ,
ég reyni að stugga við þér, en þú ert ólseigur.
Ójá, svo nú er mitt eina ráð að pakka saman.
En það er mín huggun í raun
að í ósigrinum er falinn sigur.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -