Ólafur Haukur Símonarson bendir á að pólitík hafi lengi verið partur af Eurovision.
Leikritaskáldið og rithöfundurinn Ólafur Haukur Símonarson skrifaði færslu rétt í þessu þar sem hann bendir á pólitískan texta Abba, þegar hin sænska ofurhljómsveit vann Söngvakeppni evrópskra útvarpsstöðva á sínum tíma með laginu Waterloo.
„Það er eins og pólitík hafi aldrei áður komið við sögu í Söngvakeppni evrópskra útvarpsstöðva. Ég leyfi mér að benda á gróflega pólitískan söngtexta sænsku hljómsveitarinnar Abba sem gerði sér mat út stórkostlegum stríðátökum í Evrópu þegar Bretar og Frakkar tókust á við Waterloo. Hvað féllu margir í þeirri orrustu, góðir hálsar, jú um 50.000 manns. Og Abba sungu (grófþýðing)“ Þetta skrifaði Ólafur Haukur og bætti við þýðingu sinni: