Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Bendir á galla á staðsetningu Reykjavíkurflugvallar: „Ber að taka þessari hættu af fyllstu alvöru“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Árni Tryggvason hönnuður kom með áhugaverðan punkt í umræðuna um Reykjavíkurflugvöll á Facebook-vegg sínum. 

Í færslunni birtir Árni mynd sem hann gerði en hún sýnir flugstefnur Reykjavíkurflugvallar. þá hefur hann merkt inn á myndina rauða punkta sem sýna ýmsa mikilvæga staði, meðal annars Alþingi og aðal olíubirgðarstöð landsins. Einnig merkti Árni inn á kortið gula punkta sem sýna hvar alvarleg flugslys hafa orðið. Spyr hann í færslunn: „Hvar annars staðar í liggur ein helsta flugstefna að og frá flugvelli yfir svona margar mikilvægar byggingar og stofnanir líkt og er á Reykjavíkurflugvelli?“

Bendir Árni á í færslunni að flest flugslys eigi sér stað í flugtaki eða við lendingu. „Því ber að taka þessari hættu af fyllstu alvöru.“

Færsluna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:

„Hvar annars staðar í liggur ein helsta flugstefna að og frá flugvelli yfir svona margar mikilvægar byggingar og stofnanir líkt og er á Reykjavíkurflugvelli.

Þessa mynd var ég að gera.
Þarna sjáum við innan gula geirans aðflug í 5° horni. Síðan 10° gult og 20° blátt.
Rauðu punktarnir sýna ýmsa mikilvæga staði. Fyrst má telja aðal olíubirgðastöð landsins, síðan Alþingi, ýmis ráðuneyti, Ráðhúsið, tvö helstu listasöfn landsins, Dómkirkjan og skrifstofa forsetans.
Gulu punktarnir sýna staði þar sem ég man eftir í fljóti bragði að alvarleg flugslys hafi orðið.
Niðri til hægri sjáum við síðan 5° aðflugsgeiran yfir Öskjuhlíð þar sem talin er meiri hætta af trjátoppum en sú hætta sem megin stjórnsýsla landsins er undir vegna flugvallar sem er fjarri því að uppfylla sjálfsagða öryggsstaðla.
Flest flugslys eiga sér stað í flugtaki eða lendingu.
Því ber að taka þessari hættu af fyllstu alvöru.
Mannslíf er mun mikilvægara en trjátoppar eins og sumir sem vilja fella skóginn hafa bent á. En þá þurfa þeir að vera sjálfum sér samkvæmir í sínum málflutningi.“

Reykjavvíkurflugvöllur

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -