Árni Tryggvason hönnuður kom með áhugaverðan punkt í umræðuna um Reykjavíkurflugvöll á Facebook-vegg sínum.
Í færslunni birtir Árni mynd sem hann gerði en hún sýnir flugstefnur Reykjavíkurflugvallar. þá hefur hann merkt inn á myndina rauða punkta sem sýna ýmsa mikilvæga staði, meðal annars Alþingi og aðal olíubirgðarstöð landsins. Einnig merkti Árni inn á kortið gula punkta sem sýna hvar alvarleg flugslys hafa orðið. Spyr hann í færslunn: „Hvar annars staðar í liggur ein helsta flugstefna að og frá flugvelli yfir svona margar mikilvægar byggingar og stofnanir líkt og er á Reykjavíkurflugvelli?“
Bendir Árni á í færslunni að flest flugslys eigi sér stað í flugtaki eða við lendingu. „Því ber að taka þessari hættu af fyllstu alvöru.“
Færsluna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:
„Hvar annars staðar í liggur ein helsta flugstefna að og frá flugvelli yfir svona margar mikilvægar byggingar og stofnanir líkt og er á Reykjavíkurflugvelli.