Hinn fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, Ágúst Ólafur Ágústsson spyr hvort ekki þurfi að ræða loftlagsvánna oftar hér á landi þar sem raunverulegur möguleiki sé á að golfstraumurinn fari að hegða sér öðruvísi fljótlega en við það yrði meðalhiti hér á landi svipaður og þeim sem er á Svalbarða. Hér má lesa Facebook-færslu Ágústs í heild sinni:
„Í dag er kalt úti. En það er reyndar jafnkalt núna og er að meðaltali á Svalbarða. Ef Golfstraumurinn okkar fer að breyta hegðun sinni eins og sumir vísindamenn halda fram að gæti gerst (og það gæti gerst mun hraðar en áður var haldið að væri hægt) yrði meðalhiti Íslands eins og á Svalbarða. Allar okkar fasteignir og allar okkar krónu-eignir yrðu verðlausar. Ísland breytist í verstöð og veðurstöð.