Laugardagur 18. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Bendir á seinheppinn samning Icelandair við Southwest Airlines: „Blekið var vart þornað …“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Kristinn Hrafnsson bendir á seinheppni Icelandair í nýrri Facebook-færslu.

Ritstjóri Wikileaks, Kristinn Hrafnsson bendir á seinheppni Icelandair sem í vikunni undirritaði starfssamning við bandaríska flugfélagið Southwest Airlines:

„Icelandair var seinheppið í vikunni.

Á miðvikudag undirritaði flugfélagið með pompi og pragt (og brosi á hvers manns vörum) í sendiherrabústað Íslands í Washington, samstarfsamning við bandaríska flugfélagið Southwest Airlines. Send var út fréttatilkynning með mynd af þessari hátíðlegu athöfn og í fjölmiðlum á Íslandi á fimmtudag var vitnað í hana þar sem segir að Southwest sé stærsta flugfélagið þar í landi í innanlandsflugi og að samningurinn „..muni gefa viðskiptavinum tækifæri á góðum tengingum á milli leiðakerfa flugfélaganna tveggja“.“

En hvað var svona seinheppið við samninginn? Kristinn bendir á að ameríska flugfélagið var sama dag kært af samgönguráðuneyti Bandaríkjanna fyrir saknæma vanræsklu:

„Blekið var vart þornað á samningnum á miðvikudag þegar Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna (DoT) þingfesti dómsmál gegn Southwest vegna saknæmrar vanrækslu með því að bæta ekki úr krónískum seinkunum á flugi sem stöfuðu af óraunhæfum flugáætlunum félagsins. Með þessari vanrækslu hafi flugfélagið valdið neytendum umtalsverðum skaða.
Málshöfðunin, þar sem krafist er bótagreiðslna, er væntanlega eitt af síðustu embættisverkum Pete Buttigieg, samgönguráðherra í ríkisstjórn Bidens forseta. Í tilkynningu frá ráðuneytinu er haft eftir ráðherranum að „flugfélög hafi lagskyldu að tryggja að flugáætlun þeirra veiti ferðalöngum raunsæja brottfarar- og komutíma. Aðgerðir dagsins sendi þau skilaboð til allra flugfélaga að ráðuneytið sé reiðubúið að höfða dómsmál til að tryggja vernd farþega“.“

Að lokum segir Kristinn frá svolitlu sem gerir tímasetningu samningsins enn pínlegri:

„Sagt var skilmerkilega frá þessari málshöfðun í fréttum í Bandaríkjunum enda nokkur tíðindi.
Þessi óheppilega tímasetning samningsins verður enn háðuglegri þegar skoðast að ein helsta flugleiðin þar sem Soutwest sinnti ekki að bæta úr krónískri seinkun í sínum áætlunum var einmitt til og frá Baltimore fugvelli sem sérstaklega er getið í tilkynningu Icelandair sem sérlega hagfelldur ávinningur fyrir farþega félagsins sem þurfi tengiflug.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -