Föstudagur 15. nóvember, 2024
2.7 C
Reykjavik

Benedikt biðlar til Grindvíkinga að sofa ekki í bænum: „Þetta er spurning um öryggi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands, biðlar til Grindvíkinga um að vera ekki að sofa í bænum en talið er að gosið gæti á hverri stundu.

„Það hefur verið talsverð skjálftavirkni síðasta sólarhringinn en það gengur nú stundum í hviðum. En frá viku til viku er hún vaxandi,“ sagði Benedikt við Vísi um málið en taldar eru líkur á hraunflæði og sprunguhreyfingum innan bæjarins.

Sammála lögreglustjóranum

Úlfur Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, ítrekaði í fjölmiðlum í gær að fólk væri á eigin ábyrgð á svæðinu og bað fólk ekki að sofa í húsum sínum í Grindavík en gist var í um 20 húsum í gærnótt. „Það er ekki sniðugt að vera með fólk sofandi þarna inni ef það gerist í fyrsta hluta þegar þetta er að opnast og við náum ekki að rýma. Þetta er spurning um öryggi,“ sagði Benedikt.

Hann sagði sömuleiðis að það sé sérstaklega vafasamt að gista í norðurhluta bæjarins en ekki er útilokað sprunga opnist mjög nálægt bænum og mögulegt sé að næsta sprunga opnist í bænum sjálfum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -