Laugardagur 23. nóvember, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Benedikt segir ríkisstjórnina svifaseina í baráttunni við kórónuveiruna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stofnandi Viðreisnar segir viðbrögð ríkisstjórnarinnar við útbreiðslu COVID-19 síðustu daga og vikur einkennast af hégóma, seinagangi og aðgerðarleysi.

„Þegar loks­ins var farið gang var sett upp sýn­ing með þrem­ur ráðherr­um, sem greini­lega vildu ná í hluta af þeirri virðingu sem þríeykið hef­ur notið. En vand­inn snýst ekki um hé­góma held­ur skjót viðbrögð. Það bað nefni­lega eng­inn um hik og aðgerðal­eysi,“ segir Bene­dikt Jó­hann­es­son, stofnandi Viðreisnar, í pistli í Morgunblaðinu í dag.

Í pistlinum fer Benedikt hörðum orðum um ríkisstjórnina og viðbrögð hennar við seinni bylgju kórónaveirufaldursins. Segir hann þau einkennast af hégóma og seinagangi og vísar meðal annars í skrif Jó­hönnu Jak­obs­dótt­ur, rann­sókna­sér­fræðing­s við Miðstöð í lýðheilsu­vís­ind­um við Háskóla Íslands, í Fréttablaðinu á dögunum, en þar furðar hún sig á því hvað ríkisstjórnin þurfi voðalega „marga fundi til að ræða ein­fald­an hlut“.

„Það eru meira en tveir sól­ar­hring­ar síðan rík­is­stjórn­inni var ljóst að það er sam­fé­lags­smit (ekki hópsmit) í gangi og þau funda enn,“ skrifar Jóhanna. „deCODE raðgreindi sýn­in og rík­is­stjórn­in vissi fyr­ir mörg­um dög­um að um sam­fé­lags­smit væri að ræða. Við nýtt­um okk­ur ekki for­skotið í þeim upp­lýs­ing­um strax held­ur kom­um okk­ur á þenn­an stað. Einn dag­ur get­ur breytt öllu.“

Segir hún þetta geta þýtt að auka­vik­ur í tak­mörk­un­um, ef við erum óheppin.

Umræddur seingangur virðist ekki koma stofnanda Viðreisnar á óvart, síður en svo. „Stjórn­ar­flokk­arn­ir sam­einuðust um að stöðnun væri sam­heiti við stöðug­leika. Í stöðnun nýt­ur hinn svifa­seini sín,“ skrifar hann og líkir stjórnarsamstarfi Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar við gamla misheppnaða gamanmynd sem hét Hlauptu hlunkur, hlauptu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -