Þriðjudagur 29. október, 2024
6.4 C
Reykjavik

Bensínverð lækkar í Þýskalandi – Runólfur hjá FÍB: „Hér heyrist ekkert“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samkvæmt frétt á dr.dk innleiddi þýska ríkið, frá og með 1. júní til 1. september, niðurgreiðslu á eldsneytisverði sökum mikilla fyrirsjáanlegra hækkana vegna stríðsins í Úkraínu.

Þýski eldsneytisafslátturinn

Bensín:

0,35 evru afsláttur sem jafngildir 48,29 kr á núverandi gengi

Dísel:

0,17 evru afsláttur sem jafngildir 23,45 kr á núverandi gengi

- Auglýsing -

Með þessu vill þýska ríkið lækka eldsneytisverðið til fyrra horfs og þar með styðja við fjölskyldur og fyrirtæki í landinu.

Neytendaráð Þýskalands heldur vökulu auga yfir verðbreytingunum og passar að niðurgreiðslan skili sér til neytandans.

Sögulegar verðhækkanir á bensíni og dísel hafa ekki farið fram hjá landanum, og virðist ekkert lát á. Íslensku olíufyrirtækin virðast eiga erfitt með að fylgja eftir verðbreytingunum þegar oft liggur óútskýranlegur verðmunur á milli bensínstöðva innan sama hverfis.

- Auglýsing -

 

Staðan á Íslandi

FÍB, Félag íslenskra bifreiðaeiganda, sendi í byrjun mars áskorun til íslenskra stjórnvalda  þar sem kallað var eftir tímabundinni skattalækkun á eldsneyti, m.a. til að lágmarka áhrif á þjóðlíf.

Í nýrri grein á fib.is eru stjórnvöld krafin um viðbrögð vegna hækkunar á bílaeldsneyti.

Í samtali við Mannlíf í dag sagði Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, að rúmum tveimur mánuðum seinna hafa enn engin svör borist, önnur en að málið væri merkt „í vinnslu“.

„Nei, engin formleg svör, bara komið einhver ávæningur í gegnum fjölmiðla að þetta sé ekki á dagskrá að óbreyttu.“

Runólfur segir alls konar afsláttarfyrirkomulag eða skattafrádrátt veittan í mörgum löndum. „Mjög víða í nágrannaríkjunum: Belgíu, Þýskalandi og fleiri. Í Svíþjóð var þetta komið áður…“

„Hér heyrist ekkert,“ segir Runólfur að lokum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -