Erna Kristín gerir lítið úr atvikinu þegar mótmælandi helti glimmeri yfir Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra.
Áhrifavaldurinn, baráttukonan og rithöfundurinn Erna Kristín skrifaði sterka færslu á Facebook fyrir stundu þar sem hún vitnar í Facebook-skrif Bjarna Benediktssonar þar sem hann segir frá því að hann hafi þurft að útskýra rauða glimmerið sem var sjálfsagt enn í hárinu á honum, daginn eftir að mótmælandi hendi yfir hann glimmeri, í mótmælaskyni við þá linkind sem utanríkisráðherrann hefur sýnt Ísrael sem legið hefur undir ámæli og jafnvel sakað um þjóðarmorð á Palestínumönnum. Erna Kristín talar beint til Bjarna Benediktssonar og segir að það séu forréttindi að útskýra rautt glimmer fyrir barninu sínu „á meðan þú sötrar kaffi í fullkomlega öruggu umhverfi í höllinni þinni í Garðabænum á meðan faðir í hinum enda heimsins í Palestínu þarf að útskýra fyrir börnunum sínum að mamma komi aldrei aftur & allt sem þau eiga er horfið.“
Og hún heldur áfram: „Það eru forréttindin að útskýra rautt glimmer fyrir barninu sínu á meðan faðir í hinum enda heimsins þarf að útskýra fyrir dóttur sinni að hún muni aldrei hlaupa aftur.“ Fleiri dæmi tekur hún til en að lokum segir hún: „