Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Ber saman íbúðarlán á Íslandi og í Færeyjum – Munurinn gríðarlegur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Pétur H. Hansen ber saman íbúðarlán á Íslandi og í Færeyjum í nýlegri færslu á Facebook. Munurinn er gríðarlegur.

Eins og alþjóð veit er húsnæðismarkaðurinn á Íslandi ekkert til að hrópa húrra yfir. Pétur H. Hansen tók sig til að skrifað færslu á Facebook þar sem hann ber saman íbúðarlán á Íslandi og Færeyjum en dönsk króna er bundin við Evruna.
Færsluna má lesa hér að neðan en ekki er þó allt sem sýnist eins og sjá má á athugasemd við færsluna:

„Þankagangur um íbúðalán á Íslandi og í Færeyjum.

Í vikunni heyrði ég viðtal í Bítinu við Íslendinga sem býr í Færeyjum.
Hann hefur búið þar í um 40 ár. Hann var að segja okkur hverjir vextir eru af íbúðalánum í Færeyjum.
Danska krónan er tengd Evrunni.
Nú ætla ég að sýna ykkur muninn á Færeysku láni sem er óverðtryggt Evrutengt og Íslensku verðtryggðu láni.
——————————————
Færeyskt lán tekið til 40 ára (ef þeir bjóða upp á lán til svo margra ára.)
Lánið er óverðtryggt og bera í dag 1,85% vexti.
Voru 1,35% fyrir nokkrum mánuðum síðan.
Ef við notum sömu lánsupphæð 11,145,000 þá er útkoman þessi á Færeyska láninu:
Ég er með íslenska útfærslu af íslensku láni upp á þennan höfuðstól láns.
Eftir 239 greiðslur er Færeyingurinn búinn að greiða 7,886,000 ísl kr.
Eftirstöðvar á láninu er 6,827,862 krónur
Þeagar lánir er uppgreitt þá hefur lántakinn greitt samtals 15,838,435 krónur
—————————
Íslenskt verðtryggt lán til 40 ára
11,145,000 kr
239 greiðslur = 34,362,000 krónur.
Eftirstöðvar = 21,289,000 krónur.
Samtals 55,651,000 krónur eftir 20 ára. Þá eru 20 ár eftir.
Þegar lánir er uppgreitt þá hefur lántakinn greitt samtals XXXXXXXX krónur.
Lánveitandinn veit það ekki vegna þess að séð er til þess að hann verði með bundið fyrir augun öll 40 árin á meðan hann greiðir lánið ef honum endist aldur til þess. Ef hann nær því ekki þá taka börnin við. Það þarf að viðhalda lénsskipulaginu og halda fólki í skuldaklekkjum mann fram af manni um ókomna framtíð með handónýta krónu og stjórnmálamenn.
Erum við ekki á einhverjum villigötum?
Er kominn tími til gagngerra breytinga?
Hvað finnst þér?
PS. Íbúafjöldi Færeyja er 55,000. Íbúafjöldi Íslands er 390,000
Jarðgöng í Færeyjum eru 22, á Íslandi eru 14 jarðgöng.

Heimild: Wikipedia“

Jón nokkur bendir á að þarna sé verið að bera saman verðtryggð lán og óverðtryggð lán og birtir raunhæfari tölur. Þó að talan heil ósköp er munurinn samt sem áður gríðarlegur.

„Það er nú ekki alveg að marka þetta þar sem hann ber saman verðtryggt á íslandi og óverðtryggt í færeyjum. Dæmið væri frekar:

Íslensk óverðtryggt lán til 40 ára:
11.145.000 kr lán endar að greiða 39.425.900 á 40 árum og þá miða við þá hörmungar vexti sem eru núna. (Reiknivél á heimasíðu landsbankans)
Það er samt ekki 15,8m eins og í færeyjum en þó.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -