Laugardagur 4. janúar, 2025
-4.2 C
Reykjavik

Berglind Festival:„Seg­ir sjö­tug­an mann í Breiðholt­inu reglu­lega senda henni hat­urs­skila­boð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Berg­lind Pét­urs­dótt­ir, jafn­an kennd við Festi­val, er ein þekktasta sjón­varps­kona lands­ins. Hún er þó ekki allra eins og hún sagði Kötu Vign­is í nýj­ast hlaðvarpsþætt­in­um af Farðu úr bæn­um. Berg­lind seg­ir sjö­tug­an mann í Breiðholt­inu reglu­lega senda henni hat­urs­skila­boð.

Berg­lind seg­ir viðtök­urn­ar við inns­lög­un­um henn­ar á Vik­unni strax hafa verið góðar. Það eru þó nokkr­ir aðilar sem að þurfa að láta vita að þeir séu ekki sam­mála henni og senda henni reglu­lega skila­boð. Það er þá sér­stak­lega einn aðili sem sagði henni að skila inn upp­sagn­ar­bréfi eft­ir að hafa gert svona hræðileg­an þátt í Vik­unni.

„Mér þykir smá vænt um hann af því að hann hat­ar mig svo ógeðslega mikið.„ Hann þolir mig ekki og þolir ekki að ég fái skatt­pen­ing­ana hans í laun eða eitt­hvað. Hann send­ir mér sms og er líka bara í síma­skránni eins og ég þannig að ég veit hver hann er,“ seg­ir Berg­lind.

Berg­lind er menntaður dans­ari og seg­ir hún að dans­inn geti haft mik­il áhrif á lík­ams­ímynd­ina. Hún átti það til að pæla mikið í lík­am­an­um sín­um og átti erfitt með þær hugs­an­ir. Með aldr­in­um hætti það að vera jafn mikið mál.

„Þá hætt­ir að skipta máli að vera eitt­hvað mjór þannig að ég er bara eins og ég er og finnst það æði núna en það hafa al­veg verið mörg tár út af því en ekki leng­ur. Nú er maður bara æði og verður bara meira æði með hverju ár­inu. Sem er ógeðslega gam­an, það er ógeðslega gam­an að upp­lifa það. Þannig að ef ein­hverj­um finnst hann vera glataður þá verður það betra, ég lofa,“ seg­ir hún.

Hægt er að hlusta á þátt­inn í heild sinni á hlaðvarpsvef mbl.is.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -