Fimmtudagur 24. október, 2024
1.6 C
Reykjavik

Bergþóra féll í Sogið við björgun á tveimur hundum: „Ísinn brast og fór hún á bólakaf“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bergþóra Eiðsdóttir féll í Sogið í gær, við björgun á tveimur hundunum sínum, þeim Medúsu og Aski. „Þegar Bergþóra var rétt komin út á ísinn brast og fór hún á bólakaf,“ greinir Eiður Haralds Eiðsson, faðir Bergþóru, frá inni á Fésbókarhópnum Hundasamfélagið.

„Við Bergþóra fórum að viðra hundana okkar í hádeginu í dag upp í Þrastarskóg eins og við gerum stundum. Sogið hafði lagt að hluta þar sem það rennur við skóginn. Þegar við vorum að ganga til baka meðfram ánni gerðist það að Medúsa hljóp út á ísinn til að athuga með fugla sem voru á ánni,“ hundurinn fór fram af brúninni og ofan í ána greinir Eiður frá.

Bergþóra Eiðsdóttir við björgun á hundinum sínum Medúsu. Mynd Eiður Harald Eiðsson

Hundurinn, Medúsa, var aðframkominn gat með engu móti náð landfestu og synti um í örvæntinu. Bergþóru var ekki til setunnar boðið og tók að skríða út á þunnan ísinn til aðstoða dýrið: „… þó ísinn væri mjög þunnur og alls ekki mannheldur.“

„Bergþóru tókst þó að brjóta ísinn út til Medúsu með höndunum og eftir mikil átök að koma henni upp á skörina,“ ritar Eiður. Ekki vildi betur til en að hinn hundur Bergþóru, Askur, hafi einnig fallið í ána. Askur hafði á meðan björguninni stóð ekki vikið af árbakkanum.

Bergþóra Eiðsdóttir féll í Sogið við björgun. Mynd/Eiður Haralds Eiðsson

Eiður segir afrek dóttur sinnar gríðarlegt: „Hún var gjörsamlega búin á því og alveg að niðurlotum komin þegar hún náði til lands. Við illan leik komust við þó heim …“

Líðan Bergþóru og hundanna er öll að koma til og þau búin að ná sér að mestu leyti eftir þessa svaðilför. Askur og Medúsa eru íslenskir fjárhundar. Askur er 13 ára og Medúsa er 3 ára.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -