Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Bergþóra um ríkisstjórnina og Gaza: „Sagan mun dæma viðbrögð ykkar, hugleysi og linkuhátt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bergþóra Snæbjörnsdóttir segir yfirvöld ljúga því að landamæri séu lokuð fólki með palestínsk vegafréf og vill fá þann hóp sem er með samþykkta fjölskyldusameiningur, til Íslands.

Rithöfundurinn Bergþóra Snæbjörnsdóttir skrifaði Facebook-færslu þar sem hún segist hafa keypt jólagjafir fyrir þrjú lítil börn frá Palestínu en þau fái ekki pakkana því þau fá ekki enn að koma til landsins, þrátt fyrir að hafa fengið samþykki fyrir því að sameinast föður sínum sem býr á Íslandi.

„Við keyptum pakka fyrir þrjú lítil börn sem fá ekki pakkana sína af því að þau eru á Ga sa þrátt fyrir að vera komin með vernd á Íslandi og þrátt fyrir að eiga föður sem bíður þeirra hér. Þau tilheyra um 100-150 manna hóp palestínubúa sem eru komin með samþykkta fjölskyldusameiningu. Lítil börn sem skilja ekki hvers vegna þau eru ekki sótt?“

Segir Bergþóra að það sé ekki satt að landamæri séu lokum þeim sem hafa palestínsk vegabréf. „Ráðamenn segja landamærin lokuð fólki með palestínsk vegabréf en það er ekki satt. Daglega eru 160-400 manns með palestínsk vegabréf en visa til annarra landa sem fá að fara út af svæðinu. Listinn er birtur á samfélagsmiðlum Rafah landamæranna. Þið getið skoðað þetta sjálf. Fólk með visa til Mexíkó, UK, USA, Belgíu, Rúmeníu, Venezuela (!), Tyrklands, Hollands, Ástralíu, Serbíu og fleiri, fleiri landa. Við landamærin eru fulltrúar landanna með gögn. Ísland hefur ekki einu sinni talað við Egyptaland. Hvað þá að senda fulltrúanefnd út. Segja að hin Norðurlöndin vilji ekki setja þetta í forgang – á þar við að sitja?“

Hvetur rithöfundurinn ráðamenn til að gera betur. „Gerið betur. Sendið fulltrúa út með tímabundin vegabréf. Talið við Egyptaland, Katar. Borgið það sem þarf að borga. Gerið það sem þarf að gera.“ Og bætir við: „Væru þetta börn fædd á Íslandi væru þau komin heim. Það er staðreynd. Aðstandendur þeirra fá stuttaraleg og þurr svör, ef nokkur. Þeim mætir yfirleitt bara lítilsvirðing og þögnin. Þarna er rasisminn. Væri mér mætt eins ef börnin mín væru þarna úti? Fjölmiðlar – sendið fólk þarna út að landamærunum, skoðið aðstæður, krefjið íslensk stjórnvöld um svör. (Takk þið sem eruð að reyna, þið vitið hver þið eruð).“

Lokaorð Bergþóru eru sterk en þar segir hún að sagan muni dæma viðbrögð ríkisstjórnarinnar. „

Svo eru það þið sem sitjið í ríkisstjórn og getið gert eitthvað – en gerið ekki. Sagan mun dæma viðbrögð ykkar, hugleysi og linkuhátt. Þið sem vogið ykkur að segja Pal est ínubúum hvað þeim sé fyrir bestu? Nei, viðskiptabann er þeim ekki fyrir bestu. Þau vita það bara ekki sjálf, sjáið til. Vopnahlé var þeim ekki fyrir bestu. Svo breyttist það og í kjölfarið birtist ein aum ályktun. Er núverandi staða börnum á Ga s a fyrir bestu?
Það er kominn tími til að þið sem getið gert eitthvað farið að hlusta og tala af heilindum og síðast en ekki síst – framkvæma!
Gerið betur!

Gerið eitthvað“

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -