Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Bernskudraumur æskuvinkvenna rættist: „Af hverju gerum við þetta ekki bara?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Æskuvinkonurnar Alexandra og Dagný Hrönn ákváðu að opna saman netverslun.

Alexandra Kristjánsdóttir og Dagný Hrönn Ásgeirsdóttir hafa þekkst síðan í 4. bekk en þær kynntust þegar Alexandra byrjaði í Langholtsskóla en Dagný var nemandi þar fyrir. Þær urðu strax góðar vinkonur og hefur vináttan vaxið og dafnað síðan. Þær eru jafnframt báðar mæður og eins og margir foreldrar þekkja þá fylltust geymslur þeirra af notuðum barnafötum. Það varð kveikjan að opna Bernsku. Mannlíf ræddi við Alexöndru um fyrirtækið.

„Bernska er hringrás fyrir vönduð notuð barnaföt,“ sagði Alexandra þegar hún var spurð hvað Bernska væri. „Í heildina litið er þetta einfaldari leið til að bæði kaupa og selja notaðar barnavörur. Verslar bara í þægindum heima á netinu, getur leitað og flokkað eftir stærðum, merki og vörutegund.“

Eins og áður segir þá kviknaði hugmyndin út frá geymslum fullum af barnafötum en þær voru óhræddar að taka stökkið saman og stofna fyrirtæki.

„Vorum búnar að vera í margar vikur að mana okkur upp í að fara í það að yfirfara, verðsetja og allt sem fylgir því að selja sjálfur, svo bara kom þessi hugmynd. „Vá, hvað það væri „næs“ ef við gætum skutlað þessu til einhvers og fengið greitt strax.“. Þegar við byrjuðum að ræða þetta okkar á milli þá kom upp spurningin „Af hverju gerum við þetta ekki bara?“.“

„Þessa dagana erum við á fullu að svara öllum þeim sem hafa áhuga á að fá tilboð í vörurnar sínar,“ sagði Alexandra um næstu skref þeirra Dagnýjar. „Það kom engin smá sprenging fyrstu sólahringana eftir við opnuðum og alltaf að bætast í það á hverjum degi. Við erum á fullu að fara yfir alla póstana og ættu allir að fá svör um hvenær og hvort við getum tekið á móti vörum á næstu dögum. Það var greinilega vöntun á svona og okkur óraði ekki fyrir þessum frábæru viðtökum, að fá svona mikið í einu og erum við á fullu að vinna úr þessu öllu eins hratt og við getum.“

- Auglýsing -

En stendur til að opna búð sem hægt er að fara í?

„Þetta var í upphafi hugsað sem verslun sem þú gast mætt í, þar sem vörum væri raðað í stærðarröð svo það væri þæginlegra að kaupa vörur og finna það sem maður var að leita að og þeir sem myndu vilja selja okkur vörur gætu þá komið í verslunina og fengið tilboð nánast á staðnum. En við ákváðum svo að fara þessa leið, byrja með lítinn lager af fötum, og vera með heimasíðu þá værum við líka að opna dyrnar fyrir allt landið til að kaupa og selja notaðar vörur. Ætti næsta skref sé ekki að mastera verkferla og framtíðinni opna verslun líka.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -