Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Berserkur hafði í hótunum við lögreglu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ölvaður einstaklingur var í gærkvöld handtekinn þegar hann hafði í hótunum og fór ekki að fyrirmælum lögreglu. Lögreglumenn á vettvangi höfðu ekki um annað að velja en að fjarlægja viðkomandi af vettvangi og láta hann gista fangageymslur meðan rann af honum.

Nokkuð var um að lögregla þyrfti að sinna útköllum vegna líkamsárása. Þannig var til að mynda tilkynnt um líkamsárás í hverfi 105 í Reykjavík. Lögregla handtók geranda á vettvangi og var hann látinn gista fangageymslur. Klukkan hálf átta í gærkvöldi var einnig tilkynnt um líkamsárás í Breiðholti. Flytja þurfti árásarþola á bráðamóttökuna til aðhlynningar.

Í gærkvöld urðu íbúar í Hlíðunum við Lönguhlíð neðan Miklubrautar varir við blikkandi ljós lögreglubíla í dágóða stund og leist hreinlega ekki á blikuna.

Lögregla þurfti undir klukkan níu í gærkvöld að hafa afskipti af ökumanni sem var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þegar lögregla stöðvaði ökumanninn reyndi hann að ljúga til um nafn. Ekki fór það betur en svo hjá viðkomandi en að lögregla komst að því að hann hafði verið sviptur ökuréttindum sínum.

Upp úr klukkan hálf ellefu í gærkvöldi gekk lögregla fram á mann sem var sofandi í bifreið sinni. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að maðurinn var með ólögleg fíkniefni í fórum sínum. Ekki reyndist þörf á að handtaka manninn og var málið afgreitt með vettvangsskýrslu.

Aðili var handtekinn í vesturbæ Reykjavíkur fyrir að hafa í hótunum. Hann var látinn gista fangageymslur í nótt.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -